Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1980, Page 32

Ægir - 01.09.1980, Page 32
þeirra að magni til um 15% og að verðmæti um 31%, en stór hluti þessarar aukningar er dýr sjáv- arvara s.s. rækjur og hrogn. Samkvæmt endanlegum tölum frá því í mars á þessu ári, þá hefur heimsframleiðslan á fiskimjöli aukist úr 4,6 milljónum tonna 1978, í 4,9 milljónir tonna á s.l. ári. Aukningin stafar aðallega af betri skítfiskafla i Perú og Chile, t.d. meira en tvö- faldaðist sardínuafli Chilebúa á s.l. ári og varð alls 1,6 milljón tonn. í fyrra jókst alþjóðleg verslun með fiskmjöl um 10%, miðað við 1978, og varð alls tæplega 2,3 milljónir tonna að verðmæti rúm- lega 1.000 milljónir U.S.S. Á þessu ári er gert ráð fyrir smávægilegri aukningu á fiskimjölsframleiðslu í heiminum, en ólíklegt er að sú aukning eigi eftir að koma fram í útflutningsversluninni, þar sem birgðir eru nú minni en oft áður í stærstu út- flutningslöndum þessarar framleiðslu, s.s. Perú. Noregi og Suður-Afriku. Þegar horft er til lengn tíma, þá er talið mjög ólíklegt að fiskimjöls- framleiðsla heimsins eigi eftir að aukast héðan í fra. þar sem stjórnvöld flestra landa leggja sífellt meiri áherslu á að allur fiskur sem veiðist, sé ætlaður til manneldis. Japan og Sovétríkin hafa verið stærstu framleiðendur fiskimjöls fram til þessa, vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í fiskveiðum þessara stórvelda á hafinu, munu þau tæplega vera fær um að sinna eftirspurninni á sínum heimamörkuðurn- Heimsmarkaðsverð á fiskimjöli mun í mjög na- inni framtíð verða fyrir miklum áhrifum vegna hækkandi vaxta og orkukostnaðar, en verð á fiski- mjöli hefur þegar hækkað um 20% á heimsmarkað- inum frá því í október í fyrra og þar til í apríl i vor. B.H. Nor-Fishing 1980 Framhald af bls. 477. ostrueldi í hinum kaldtempraða sjó Noregs, en ostureldi er fyrir löngu háþróað í Japan og fleiri löndum. Svo langt sem þessar tilraunir hafa náð, lofa þær góðu, og gera menn í Austevoll fastlega ráð fyrir að fiskeldisbændur taki upp ostrueldi innan tíðar. í beinum tengslum við fiskeldistilraunastöðina í Austevoll er starfræktur fiskimanna- og fiskeldis- skóli, þar sem milli 80 og 90 nemendur stunda nám að jafnaði, og er meirihluti nemendanna í fiskeldis- náminu, aðeins um 10 útskrifast árlega frá fiski- mannaskólanum. Felstir nemendanna er í þennan skóla setjast eru um 16 ár að aldri, þ.e. hafa lokið grunnskólanum, en fræðslulöggjöf Norðmanna er í öllum aðalatriðum mjög lík þeirri sem Alþingi okkar samþykkti á s.l. vetri. Nemendur fiskmanna- deildarinnar eru fyrst í einn vetur, en að honum lokn- um tekur við tveggja ára tímabil til sjós við verklega þjálfun. Að því tímabili liðnu, setjast þeir í seinni bekkinn og úr honum útskrifast þeir með fiskiskip- stjórapróf sem gefur full réttindi þegar tilskildum siglingtíma er náð. Fiskeldisskólinn er þriggja vetra nám. Geta nem- endur fyrsta bekkjar fiskimannaskólans sest í annan bekk hans, að afloknum fyrsta vetrinum, ef þeir vilja. Þessi skóli er í næsta nágrenni við fiskeldistilrauna- stöðina þarna, og vinna þessar tvær stofnanir náið saman. Eru margir af vísindamönnum fiskeldistil- raunastöðvarinnar jafnframt fastir kennarar við skólann og aðrir halda þar fyrirlestra. Allstór hluti námsins fer fram í sjálfri fiskeldistilraunastöðinm við verklega þjálfun og eins fylgjast nemendurnir með öllum þeim verkefnum sem þar er unnið að. Er greinilegt af öllum athöfnum Norðmanna 1 fiskeldismálum, að þeir hafa mikla trú á framtíð þeirra og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að styðja við þennan unga iðnað sinn, þannig að hann megi blómstra og dafna sem best. -BH Leiðrétting. í grein Helga Laxdal, ,,World Fishing 80 sóH heim“, sem birtist í síðasta tölublaði Ægis, 8 tb • 1980, kom fram meinleg villa á bls. 425. Málsgre'n sú er hér um ræðir hljóðar svo eftir leiðréttingu- SM-600 getur sýnt í einu á litaskjánum stefm1- hraða og stað níu endurvarpa, sem geta verið fr*1 fiskitorfum, skipum eða öðru því sem endurvarpn’- Útsending SM-600 er frábrugðin útsendingum f°r vera hans frá Simrad að því leyti, að hann sendn út 17 sjálfstæða geisla, sem hver tekur yfir 5°- samans tekur ein útsending 85° en aðrir sónara' frá Simrad hafa sent út í einum geisla. 480 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.