Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1980, Page 20

Ægir - 01.09.1980, Page 20
Þegar rennt var í hlað háskólans tók þar á móti okkur Anders Endal, forstjóri FTFI deildarinnar við Tækniháskólann og sýndi hann þeim er þarna voru saman komnir hinar ýmsu deildir hans og út- skýrði tilgang og markmið þess sem þarna fórí'ram. Aðalbygging háskólans er á þremur hæðum sem eru samtals 7200 m2. í þessari byggingu hefur yfirstjórn skólans skrifstofur sínar svo og kennslu- og rannsóknarfólk, vinnuherbergi eru fyrir stú- denta ásamt tilraunarstofum fyrir þá, auk mikils fjölda allskyns lítilla rannsóknarstofa. í þessari aðalbyggingu eru einnig kennslu-, námskeiða- og ráðstefnustofur, bókasafn og risatölvusamstæða, sem tengd er við aðrar tölvur í Osló, Bergen og víðar. Það sem mesta athygli vakti við skoðun þessa Tækniháskóla, er þó hinn feiknastóri tilrauna- tankur fyrir skipslíkön, en hann er 260 metra langur og frá 5,5 metrum til 10,5 metra djúpur. Með sérstökum útbúnaði er hægt að framkalla 1 metra háar öldur á 2,5 sek. fresti og má stjórna þeim þann- ig að þær koma úr öllum áttum, bæði samtímis og eins eftir því sem verkast vill. Til hliðar við byggingu þá sem hýsir skipatilraunatank þennan, er verið að byggja mikla laug þar sem líkt verður eftir umhverfi úthafsins og er hún 10 metra djúp og 80 x 50 metrar, eða 4000 m2 að flatarmáli. Laug þessi verður búin hreyfanlegum botni og meðfram tveimur hliðum verður komið fyrir búnaði til öldumyndunar og straumhreyfinga. Straumurinn getur náð allt að 2 metra hraða á sek. og má senda hann í hvaða átt sem er. Vindur verður framkallaður á venjulegan hátt með viftum. Tilgangurinn með laug þessari er að rannsaka stjórnunar- og sjóhæfni skipa, svo og úthafsvinnupalla sem verða bæði fljótandi og standa á hafsbotninum. Þegar spurt var um kostn- aðinn við að byggja laug sem þessa, vareina svarið að þetta væri vissulega fyrir löngu orðin langdýr- asta holan í Noregi, ef ekki i allri Evrópu, nánar var ekki farið út í þá sálma. En allt yfirbragð Tækni- háskólans bar það greinilega með sér að ekkert hafði verið til sparað og eins að nógir peningar hafa verið fyrir hendi til að gera það sem vísinda- menn stofnunarinnar álitu þörf fyrir. Að lokinni skoðunarferðinni um háskólann var þátttakendum boðið til fyrirlestrarstofu þar sem Anders Endal tók að kynna fyrir mönnum sérsvið hans deildar innan háskólans. Var þar víða komið við, enda verkefnin óþrjótandi. Sem stendur eru um 100.000 manns í fullri at- vinnu í sjávarútvegi Norðmanna og er hann rekinn með svo skiptir hundruðum milljarða ísl.kr. halla árlega. Stöðugt er unnið að því að finna nýjar leiðir til að minnka orkunotkun sjávarútvegsins á öllum sviðum í viðleitninni til að brúa það bil sem myndast hefur við þennan gífurlega hallarekst- ur og eru allir sammála um að víða megi koma endurbótum við. Til að geta gert sér grein fyrir hvað það kostar að framleiða og veiða fiskflök í Noregi hefur FI Fl gefið sér vissar forsendur sem gera þeim kleift að reikna út hve margar orkueiningar fara í þessa framleiðslu, miðað við aðrar samsvarandi fæðu- tegundir. Eftirfarandi tafla sýnir orkueininganotk- un á einstakar fæðutegundir. Kjöt: Nautgripahjarðir sem ganga sjálfala í Argentínu og N. Sjálandi .......... Kjöt: Grasfóður. USA, Bretlandseyjar. Nýja Sjáland. Nautgripir ............ Kjöt: Fóðurbætir USA Nautgripir ....... Kjúklingar: Bretlandseyjum ............ Fiskur: Bretlandseyjum (1972) ......... Fiskur: Noregi (1978) ................. Orkueining/M 3 5 16-42 120 60 80 80 Anders Endal fullyrti með því einu, að merm tækju upp sparnaðarleiðir þær sem þegar vserl1 þekktar til að minnka olíunotkun fiskiskipafl°l ans, væri hægt að minnka olíueyðslu hans ur 450.000 tonnum á ári, sem hún er í dag, í 250.01 tonn. Ekki er þörf að fara nánar út í þetta atrið' hér, þar sem Norðmenn eiga við sömu erfiðleika a etja og við og hafa svipaðar hugmyndir um hvern't hagkvæmast er að leysa þetta vandamál. (sjá Æg" 11 tbl. 1978). Tilraunafiskibátur FTFI á lokastigi smiðinnar. Báturinn l’’ fullbúinn og rekslur hans u.þ.b. að hefjast. í því skyni að koma hugmyndum sérfræðinfc" stofnunarinnar á framfæri og sanna að þmr 468 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.