Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1980, Síða 35

Ægir - 01.09.1980, Síða 35
straumi var í vor reyndar hærri en mælst hefur aht síðan 1962, og einkenni. sem tengjast hafís voru ekki að finna. Á grunnslóð fvrir Austfjörðum var einnig hlýtt 1 sJÓnum í vor eða 3-4°, sem er sambærilegt við i’estu árin á tímabilinu 1950-1960. Lengra úti fyrir Áustfjörðum eða um 60 sjómílur frá landi gætti ahrifa svalsjávarins í Austur-íslandsstraumi allt suður á móts við straumamótin við Færeyjahrygg, en hitastigið var þar hvergi lægra en 2°. Astand sjávar hér við land var þannig gott vorið 1980, og mun betra en oftast síðan 1962. Á árunum *?72, 1973 og 1974 var ástandið í sjónum við landið e'nnig mun betra en á öðrum árum síðan 1964, en þó ekki í sama mæli og nú vorið 1980. Upphitun og Þa lagskipting í yfirborðslögum Atlantssjávarins yar enn ekki mikil í vorleiðangri 1980, en hin mikla utbreiðsla hans var í góðu samræmi við milt veður- ^ar það sem af var árinu. Er þá skemmst að minnast Þess sem var í þeim efnum á árinu 1979 (2), er kuldi bæði til sjávar (2. mynd) og sveita var með ein- hæmum. Niðurstöður vorleiðangurs 1980 sýndu einnig (3) mikinn styrk næringarefna, gott ástand svifþörunga og einnig átu. Þessar niðurstöður eru allar í nánu sambandi við útbreiðslu hlýsjávarins á íslands- miðum í vor sem leið, og gáfu þær fyrirheit um gott árferði áfram til lands og sjávar á árinu 1980. Sjórannsóknir í ágúst 1980 benda ekki til breytinga í þeim efnum (3. mynd). Þó skal hafa hugfast, að þar með er ekki sagt að árferðið árið 1981 verði einnig milt. Um það er ekkert unnt að segja, en er á meðan er, og áfram verður fylgst með framvindu í sjónum umhverfis landið. Heimildir: 1) Unnsteinn Stefánsson 1962. Norh Icelandic Waters. Rit Fiskideildar 3. 2) Svend-Aage Malmberg 1979-80. Ástand sjávar og fiskstofna við ísland. Ægir 72; 7,9, 11 og 73; 4. 3) Anonymous 1980. Fréttatilkynning frá Hafrann- sóknastofnuninni, 13.6. 1980. Rafverktakar- Rafhönnuðir Telemecanique Telemecanique kynnir nýja þrýstihnappa og merkilampa XB2 (Q 22 m.m.). Ný hönnun með færri samsetningum gefur aukið öryggi Fjölbreyttir möguleikar út frá sama grunni Skrúfast fastir án aukahluta Pakkning með spenniskrúfum gefur örugga festu og sparar tíma Örugg festing á allt að 6 mm þykka plötu Öll einangrun úr hertu polyamide Stór þrýstiflötur Merkjalampar með BA9S undirstöðu gefa afburóabirtu og hafa langan endingartíma Sjálfhreinsandi rennirofi með tvöföldum snertlum ÆGIR — 483

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.