Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1980, Síða 54

Ægir - 01.09.1980, Síða 54
íbúðir eru hitaðar upp með vatnsmiðstöð, sem fær varma frá áðurnefndum miðstöðvarkatli og eða kælivatni aðalvélar. Fyrir vinnuþilfar eru tveir 5 K.W Pyrox vatnshitablásarar. íbúðir eru loft- ræstar með rafdrifnum blásurum frá Nyborg; fyrir innblástur er einn 2700 m3/klst blásari með vatnshitaelementi í loftrás, og fyrir útsog eru tveir blásarar, afköst 1080 m3/klsthvor. Fyrir vinnuþilfar eru tveir rafdrifnir sogblásarar frá Nyborg, afköst 750 m3/klst hvor. Fyrir hreinlætiskerfi er eitt vatns- þrýstikerfi frá Bryne Mek. Verksted af gerð 1840 fyrir freskvatn, stærð þrýstigeymis 300 1. Fyrir salerni er salernistæmingarkerfi frá IFÖ Evak. Fyrir vökvaknúnar Karrnoy vindur, skutrennu- loku og fiskilúgu er sjálfstætt vökvaþrýstikerfi með 800 1 geymi og áðurnefndum véldrifnum dælunt; þ.e. tvær þrefaldar dælur drifnar af aðalvél urn deiligír og ein varadæla drifin af hjálparvél. Fyrir blóðg- unarker, færibönd o.fl. er sjálfstætt vökvaþrýsti- kerfi frá Servi, tvær Denison vökvaþrýstidælur knú- naraf22KW rafmótorum. Fyrir kranaersambyggt rafknúið vökvaþrýstikerfi. Fyrir stýrisvél eru tvær ábyggðar rafknúnar vökvaþrýstidælur. Fyrir lestarkælingu er ein kæliþjappa frá Hall Thermotank af gerð V54-4 knúin af 15 ha rafmótor, afköst 19000 kcal/klst við 10°C/-/-+-25°C, og er kælimiðill Freon 22. Fyrir matvælageymslur erein Bitzer IV W kæliþjappa, afköst 2470 kcal/klst við +25°C/-/+35°C. kælimiðill er Freon 22. fbúðir: í íbúðarými á neðra þilfari eru fremst s.b.-megin tveir 2ja manna klefar, en þar fyrir aftan borðsalur, eldhús, matvælageymslur.þ.e. ókæld geymsla, kæli- og frystigeymsla, en aftast fyrir miðju er ísgeymsla. Fremst b.b.-megin eru þrír 2ja manna klefar, þá íbúð l.vélstjóra sem skiptist í setustofu, svefnað- stöðu og snyrtingu; snyrting með salernis- og sturtu- klefa og aftast þvottaklefi og hlífðarfatageymsla með einum salernisklefa (með sturtu). í þilfarshúsi á efra þilfari eru tveir 2ja manna klefar og salernisklefi en aftast í umræddu þilfars- húsi er klefi fyrir ísvél. í þilfarshúsi á hvalbaksþilfari eru íbúðir skip- stjóra og 1. stýrimanns sem skiptast í setustofu, svefnklefa og snyrtingu, en að auki er á þessari hæð klefi fyrir loftræstibúnað. Útveggir og loft í íbúðum eru einangraðir með 75 mm steinull og klætt innan á með plasthúðuðum spónarplötum. Vinnuþilfar: Vökvaknúin fiskilúga er framan við skutrennu og veitir aðgang að fjórskiptri fiskmóttöku aftast a vinnuþilfari (aðgerðarrými). í efri brún skutrennu er vökvaknúin skutrennuloka, sem er felld lóðrett niður. Fiskmóttöku er lokað vatnsþétt að framan með þili og á því eru fjórar vökvaknúnar rennilúgur til að hleypa fiskinum í blóðgunarrennu fyrir frantan móttökuna. Framan við fiskmóttöku eru fjögur blóðgunarker með vökvaknúnum lyftibúnaði til að hleypa fisk' inum í rennur framan við kerin. í stað þess að kasta fiskinum upp í blóðgunarkerin eftir blóðgun, er hann settur á lárétt færiband, þversum fyrir framan fiskmóttöku, sem flytur fiskinn yfir í s.b.-síðu og inn á hallandi færiband sem flytur síðan fiskinn inn a lárétt færiband, þversunt yfir fremri hluta blóðg- unarkera. Með lokubúnaði, sem stjórnað er fyrir framan fiskmóttökuna, er hægt að setja í einstök blóðgunarker. Fjögur aðgerðarborð með aðstöðu fyrirsamtals^ menn eru fyrir framan blóðgunarker, og undir þeim slógstokkur, þversum yfir skip. fyrir úrgang, °8 safnrör fyrir lifur, sem er flutt í lifrargeymi aftast1 skut með tannhjóladælu. Eftir aðgerð flyzt fiskurinn með færibandi yfir í b.b.-síðu að þvottavél fra Skeide af gerð S-100 og þaðan með færibandi að fiskilúgu. Fyrir karfa er sérstakt færiband, sem flytur frá fiskmóttöku milli blóðgunarkera. og >n_n á færiband, sem flytur að fiskþvottavél. ÖU ferl' bönd eru vökvadrifin. í skipinu er ísvél frá Finsam af gerð VIP 8D IM‘ • afköst 15 t á sólarhring. ísvél er í klefa í þilfarshús1 a efra þilfari, en á neðra þilfari, undir ísvélarklefa. ísgeymsla um 16 m3 að stærð. Blóðguiiarker og aðgerðaraðstaða í Jóni Baldvinssyni Rt- 502 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.