Ægir - 01.12.1980, Page 16
anum með bifreiðum á milli vinnslustöðva. Ég lét
jafnframt finna meðalafla fyrir slík svæði fyrir s.l.
4 ár, þ.e.a.s. frá 1977, og þann hluta 1980 sem
fyrir hendi liggur. Við skoðuðum á hvern máta
mætti framkvæma slíka svæðaskiptingu. Að sjálf-
sögðu yrði aflinn eða kvótinn að byggjast á fleiru
heldur en meðalafla fjögurra ára. Taka yrði tillit til
þeirra breytinga sem hafa orðið á þessum tíma,
t.d. á sóknargetu eða vinnslu. Mér sýndist jafn-
framt koma til greina eftir að slíkur kvóti væri
ákveðinn, að fela heimamönnum eins mikla
heimastjórn á veiðum innan ákveðins ramma, sem
sjávarútvegsráðuneytið setti, og frekast væri unnt.
Ég verð að viðurkenna að ég er alláhugasamur um
slíka leið. Mér satt að segja hrís hugur við þeirri of-
stjórn sem mér finnst orðin á flestum sviðum
fiskveiða og færð hefur verið inn í ráðuneytið. Það
þarf ég ekki að rekja fyrir ykkur hér. Ég hef
gjarnan viljað finna leið til þess að heimamenn
gætu haft þetta meira á sínu valdi. Að sjálfsögðu
yrði yfirstjórn að vera í höndum sjávarútvegsráðu-
neytisins, með sér við hlið nefnd hagsmunaaðila,
eins og starfað hefur, að vísu allóformlega, nú all-
lengi, en hefur eftir því sem ég fæ best séð, starfað
vel og verið mjög mikilvæg í allri ákvarðanatöku.
Að sjálfsögðu yrði að setja þær meginreglur, sem
heimamenn yrðu að fara eftir, t.d. um skiptingu á
milli báta og togara o.s.frv. en hins vegar gætu
heimamenn þá haft í sinni hendi fremur en ella,
stjórn á einstökum þáttum eins og netaveiðum og
togveiðum, annað hvort þá með skrapdögum eins
og nú er eða með kvóta á togara byggt á meðalafla
viðkomandi svæðis undanfarin ár.
Ég skal ekki fjölyrða um þessar leiðir, þvlí eitt er
það höfuðatriði sem ég legg áherslu á. Ég hef
engan hug á því, ef ég má orða það svo, að bera
fram stefnu sem ekki næst breið samstaða um. Það
hygg ég að yrði til hins verra. Þetta eru viðkvæm
mál og það er e.t.v. mikilvægast í þeim, þótt menn
séu óánægðir með einhverja leið, að um hana sé þó
sem breiðust samstaða. Ég hef því rætt þessar
hugmyndir ýmsar, við hagsmunaaðila, að vísu ekki
opinberlega, því að ég hef talið skynsamlegra að
vinna þetta meira í kyrrþey. Þetta er í fyrsta sinn
sem ég ræði þessi mál opinberlega. Ég hef
rætt þetta itarlega við þingmannanefnd sem
kjörin var að minni ósk í vor í þessu skyni, og við
fjölmarga einstaklinga sem til mín hafa komið, og
nefndir sem til mín hafa leitað í þessu sambandi.
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að menn væru
ekki tilbúnir til þess að taka upp gjörbreytta stefnu
frá því sem nú er. Menn kjósa þegar upp er staðið
að því er virðist, þótt allir kvarti undan skrapdaga-
kerfinu, einna helst að halda svipaðri stjórn á
þorskveiðum. Þess vegna höfum við í ráðuneytinu
snúið okkur alfarið að útfærslu þeirrar leiðar.
Síðast liðinn föstudag kvaddi ég saman fund með
fulltrúum hagsmunaaðila og lét þá fá samantekt
sem ég gerði sjálfur og dagsett er 20. nóvember. Ég
lagði áherslu á að gera það m.a. áður en þetta þing
er haldið og ýmsir mikilvægir fundir hagsmunaað-
ila sem eru haldnir þessa dagana og vikurnar. Ég
gerði þetta með það i huga að stefnan gæti orðið
fullmótuð fyrir áramótin og legið fyrir þá árið allt.
Ég ætla að rekja í sem stystu máli meginatriði
þessa plaggs. Ég vil taka það mjög skýrt fram í
upphafi að það sem hér er sett fram er alls ekki
endanlegt, langt frá því. Ég valdi þann kostinn að
taka inn fleiri atriði fremur en færri. Oft fer svo ef
atriðum er sleppt þá gleymast þau en með því að
setja þau á blað fæst umræða.
í upphafi þessa starfs setti ég fyrir þá sem að
þessu unnu, ráðuneytið og fleiri, ákveðin mark-
mið. Þessi markmið eru þrjú.
í fyrsta lagi verður að stefna að því að heildar-
afli ársins verði sem næst því sem stjórnvöld
ákveða. Að sjálfsögðu hlýtur slíkt að byggjast á til-
Iögum Hafrannsóknastofnunar. Þær liggja því
miður ekki fyrir enn. Ég vænti þess að það verði
fljótlega. Hef ég lagt á það áherslu. Ég hef einnig
lagt á það áherslu að stofnunin gefi okkur spá um
þróun þorskstofnsins miðað við mismunandi veiði
í nokkur ár, t.d. 5 ár. Reyndar hafa fiskifræðingar
þegar látið okkur í té eins konar bráðabirgðayfirlit
yfir það. Þetta er sem sagt fyrsta markmiðið, að
komast sem næst því heildaraflamagni sem ákveð-
ið er. Ég vil fremur ákveða það hærra og standa
við það, en ákveða eins og gert hefur verið flest
árin minni afla og fara langt framúr.
í öðru lagi, legg ég á það áherslu að tryggja
verður gæði bæði aflans og vinnslunnar. Það er
markmið sem ég mun aldrei hvika frá, hver sú sem
stefnan verður. Þetta má vitanlega gera með mörg-
um leiðum, sem ég vík að siðar. Ég vil vekja
athygli á mikilvægi þessa markmiðs. Við íslend-
ingar eigum í samkeppni við margar þjóðir, sem
greiða niður sínar veiðar og vinnslu miklu meira og
í ríkara mæli heldur en við jafnvel þekkjum. Eg
nefni t.d. Norðmenn sem verja líklega 200 mill-
632 — ÆGIR