Ægir - 01.12.1980, Side 19
reyndar fleiri sumar hverjar, eins og það sem ég
hef síðast gert að umræðuefni.
Ég vil þá koma að þeim kafla sem ég nefm
„þorskveiðitakmarkanir” og nefna mætti sér-
hæfðar takmarkanir gagnvart þorskveiðum.
í fyrsta lagi verður heildarafli ákveðinn að
fengnhm tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar.
Ég fagnaði því bréfi sem ég fékk fyrir nokkru frá
Hafrannsóknastofnun, sem gefur til kynna að
útlitið sé nú allt töluvert bjartara en áður var talið.
Þetta hafa menn fengið í hendurnar og ég þarf ekki
að rekja það. Ég nefni þó sem dæmi að stofnunin
metur ástandið svo að jafnvel 400 þús. lesta afli í 5
ár muni ekki ieiða til minnkunar á stofninum,
heldur fremur hægfara aukningar. Þetta er að
sjálfsögðu gífurlega mikil breyting frá því sem
áður var, þegar stofnunin taldi að jafnvel 230 þús.
lesta afli gæti leitt til hruns á þorskstofninum. Á
þessu eru eðlilegar skýringar, sem stofnunin gerir
grein fyrir í þessu bréfi. Mælingar hennar á stærð
aflans hafa sýnt að þær leiðir sem farnar hafa
verið, þ.e.a.s. skyndilokanir og aukin möskvastærð,
hafa orðið árangursríkari en menn þorðu að vona.
Ég hygg þó að jafnframt hafi fleira ráðið þessari
þróun. Það er staðreynd að það er ekki eingöngu
stærð hrygningarstofnsins sem ákveður fjölda af-
komenda, eða stærð þess stofns sem frá honum
kemur. Vitanlega eru það ekki síður lífsskilyrðin í
sjónum. Það er áreiðanlega engin tilviljun að
stofninn frá 1976 er svo gífurlega stór og sterkur.
Athuganir sýna að lifsskilyrðin í sjónum, þ.e.a.s
gróður sjávar var óvenjumikill 1976 og sá gróður
hafði borist vestur, austur og norður með landinu
áður en seiðin hófu göngu sína þangað. Þarna er
því miklu flóknara samspil og fleira sem ræður en
eingöngu stærð hrygningarstofnsins. Ég hygg að til
þess hafi ekki verið tekið nægilegt tillit. Þarna þarf
meiri rannsókna við. Ég vona að það takist að fylla
upp í þetta gat á þekkingarkeðjunni.
í öðru lagi geri ég ráð fyrir því til viðmiðunar að
þeim afla sem ákveðinn verður, ég nefni engar
tölur að þessu sinni, verði skipt jafnt á milli báta
og togara. Það er sú niðurstaða, sem hefur fengist í
gegnum árin og virðist ætla að verða enn í ár.
Þá hef ég gert ráð fyrir því að skipta árinu í þrjú
fjögurra mánaða tímabil og setja viðmiðunarmörk
fyrir hvert tímabil. Þetta er gert með það í huga að
draga úr afla fyrri hluta ársins og birgðasöfnun
sem gögn sýna að hefur öll árin verið mikil, t.d.
hjá frystihúsunum og valdið hefur vandræðum.
Aðeins til bráðabirgða, ég legg áherslu á það, hef
ég sett á blað hugmyndir um viðmiðunarmörk,
sem yrðu 50% af heildarafla í fyrsta ársþriðjungi,
25% á öðrum ársþriðjungi og 25% á þriðja
ársþriðjungi. Þetta þarf að athuga nánar. Þetta
merkir að draga þarf úr afla á fyrsta ársþriðjungi
um 20-30 þús. lestir. Þetta þýðir fjölgun þorskveiði-
banndaga hjá togurum á fyrsta ársþriðjungi.
í fjórða lagi viljum við athuga hvort ekki er rétt
að ákveða viðmiðunarmörk fyrir hvern árs-
þriðjung, annars vegar fyrir togara og hins vegar
fyrir báta.
í fimmta lagi tel ég mikilvægt ef unnt er að fá
meiri sveigju á milli landshluta, sérstaklega hvað
viðvíkur bátaflotanum. Aðstæður fyrir bátaflot-
ann eru mjög mismunandi í kringum landið. Mér
sýnist ekki réttmætt að stöðva netaveiðar, þótt
afli, við skulum segja SV-lands, hafi náð þeim við-
miðunarmörkum sem sett eru. Því er einnig verið
að skoða hvort einhver slík viðmiðunarmörk
kæmu til greina, annað hvort fyrir landið skipt í
tvennt, þ.e.a.s. vertiðarsvæðið annars vegar og
annað svæði landsins hins vegar eða jafnvel í eitt-
hvað fleiri svæði.
Þá geri ég ráð fyrir því að þorskveiðar báta verði
bannaðar um páska, verslunarmannahelgi og jól,
eins og verið hefur og togveiðar í upphafi maí og
þorskanetaveiðar frá 15. júlí til 15. ágúst.
Ég geri jafnframt ráð fyrir því að netavertíð
verði stytt um einn dag fyrir hverjar 1500 lestir,
sem eru umfram viðmiðunarmörkin. Þetta þarf að
vísu að athuga nánar ef viðmiðunarmörk verða
breytileg fyrir landshluta, því að 1500 lestir eru of
há tala fyrir ýmsa landshluta. Þetta er eingöngu
sett fram til umræðu. Ég bið menn að athuga það.
Þá geri ég ráð fyrir því að togveiðar verði bann-
aðar eins og nú hefur verið um verslunarmanna-
helgina og um jól og ég vil taka það fram að ég hef
fullan hug á því að staðið verði við það loforð sem
sjómönnum hefur verið gefið um a.m.k. 3 frídaga
um jólin. Þetta hefur verið deilumál. Því miður
hefur ekki tekist að ná um það samkomulagi á
milli allra útgerðarmanna og sjómanna. Ég harma
það. Við þetta loforð verður að standa. Það verður
annað hvort gert með reglugerð eða lögum.
Þá geri ég ráð fyrir því að í samræmi við skipt-
ingu í ársþriðjunga eins og ég nefndi áðan að
þorskveiðibanndögum togara yrði fjölgað á fyrsta
ársþriðjungi til að ná þeim viðmiðunarmörkum
sem ég nefndi, eða hver sem þau kunna að verða
ÆCiIR — 635