Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1980, Side 21

Ægir - 01.12.1980, Side 21
Afrakstur/nýlida hafa þorskveiðar togara verið takmarkaðar undan- farin 2-3 ár með svokölluðum skrapdögum, sér- staklega að sumar og haustlagi, en á þeim tíma stunda togararnir þær slóðir, þar sem 4-7 ára þorskur heldur mest til. Að þessum aðgerðum upp- töldum, má ekki gleyma þvi mikilvægasta, þegar Bretar og Þjóðverjar hurfu af miðunum á árunum 1976 og 1977, eftir mörg hundruð ára samfelldar veiðar hér við land. Þessi upptalning sýnir, að gripið hefur verið til mjög mismunandi friðunaraðgerða á undanförn- um árum og á þessu stigi er ekki unnt að gera grein fyrir áhrifum hverrar fyrir sig á þorskstofninn eða fiskstofnana almennt enda flókið mál, en hins vegar er hægt að gera sér nokkurn veginn grein fyrir heildarmyndinni, þ.e. heildarsóknarbreyting- unni, þó segja megi að skammt sé um liðið og ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum. Það hefur komið fram í skýrslum Hafrann- sóknastofnunarinnar undanfarin ár, um ástand nytjastofna á íslandsmiðum og aflahorfur, að fjöldi þeirra fiska sem eru 3 og 4 ára að aldri í veið- inni hefur minnkað verulega síðastliðin ár eða eftir að áðurgreindar friðunaraðgerðir komu til fram- kvæmda. Þessi minnkun á 3 og 4 ára fiski í lönd- uðum afla gæti þýtt annað hvort það, að klak hafi misfarist eða hér sé um áhrif friðunar að ræða. Niðurstöður seiðarannsókna og ungfiskarann- sókna benda aftur á móti til þess að klak hafi ekki brugðist að undanförnu — flestir árgangar eru að minnsta kosti meðalárgangar, sumir jafnvel stórir eins og 1976 árgangurinn — þrátt fyrir lægð í hrygningarstofni. Það verður því að gera ráð fyrir, að minnkandi hlutdeild smáfisks í afla megi rekja til friðunaraðgerða. Ég ætla hér að gera grein fyrir hvaða áhrif þess- ar verndar- og sóknartakmarkandi aðgerðir hafa haft til betri nýtingar þorsks og ýsustofnsins að svo miklu leyti sem það er unnt. í skemmstu máli eru niðurstöður þessar: Ef borin er saman meðalsókn í ÆGIR — 637

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.