Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1980, Page 34

Ægir - 01.12.1980, Page 34
Norska fyrirtækið „Lorentsenz mek. Verksted” í Kabelvaag, vinnur um þessar mundir af fullum krafti við undirbúning að framleiðslu afdráttar- karls fyrir netabáta. Hugmyndina að þessari upp- finningu á norskur skipstjóri og hefur afdráttar- karlinn verið í notkun um borð i báti hans undan- farna mánuði og staðist þær kröfur sem til hans hafa verið gerðar með ágætum. Afdráttarkarlinum er komið fyrir á þann hátt, að auðvelt er að fjar- lægja hann með einu handtaki í þeim tilfellum að netaflækjur eða aðrar hindranir komi upp við dráttinn. Með tilkomu afdráttarkarls á netaveiðum verður hægt að komast af með einum manni færra á bátunum. Rússar og Norðmenn hafa náð samkomulagi um skiftingu á fiskafla fyrir árið 1981 á þeim svæðum sem heyra undir þjóðir þessar í Hvitahafinu og við- ar þar sem hagsmunir fara saman. Taflan hér að neðan sýnir hina fyrirhuguðu skiftingu í tonnum: Færeyski úthafsrækjuveiðiflotinn hefur lokið við að fylla upp í þann kvóta sem honum var út- hlutað á miðunum við Vestur-Grænland, og voru seinustu togararnir á heimleið um mánaðamótin nóvember—desember. Heildarveiði þeirra á þessu svæði varð 1.940,3 tonn, eða 58,3 tonnum meira en gert var ráð fyrir. Þótti Færeyingum kvótinn vera frekar í lægri kantinum, en veiðar þeirra í vor við Austur-Grænland gengu það vel að þeim var bættur skaðinn og vel það og tala þeir sjálfir um að sá veiðiskapur hafi verið „rækjuævintýri.” Sam- tals varð rækjuveiði þeirra við Austur-Grænland 4.143,3 tonn, og var allur sá afli óvenju stór og góð rækja sem seldist fyrir hámarksverð. Eftirtaldir rækjutogarar voru með mestan afla á þessu ári, en alls tóku 17 togarar þátt i veiðunum: Vestur- Austur- Samtals Grœnland Grœnland Karina 151,2 562,0 713,2 Kristina Logos . 181,9 378,3 560,2 Hvítanes 114,9 444,0 558,9 Hammershaimb 136,9 371,0 507,9 Svalbard 154,3 321,4 475,7 Grannríki Færeyinga hafa stórar áhyggjur af hinni geysilegu aukningu sem orðin er í laxveiðum þeirra í sjó. Samkvæmt nýjum upplýsingum mun laxveiði danskra og færeyskra báta, i hafinu norð- vestur og norður af Færeyjum, hafa numið a.m.k. 700 tonnum á fyrra helmingi þessa árs og er það 500 tonnum meiri afli en fyrir sama timabil í fyrra. Fiskstofnar Heildarveiöi Heildarveiði Noregur Sovét- Önnur 1980 1981 ríkin iönd Norskur og heimskautsþorskur 350.000 260.000 112.500 112.500 35.000 Strandveiðar Norðmanna Þorskur 40.000 Murmansk þorskur 40.000 Ýsa 75.000 110.000 65.000 35.000 10.000 Karfi 100.000 89.000 Karfi i norsku hafsvæði .... 71.500 28.500 47.000 Loðnuveiðar að vetri 1.000.000 1.200.000 720.000 480.000 Loðnuveiðar að sumri 700.000 700.000 420.000 280.000 Kolmunni 100.000 150.000 150.000 650 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.