Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1980, Side 59

Ægir - 01.12.1980, Side 59
Tœknilegar upplýsingar um dieselvélar frá Bergen Diesel LD og KV línunnar. LD-linan K V-linan G e r ð LDM-6 LDMB-6 LDM-8 LDMB-8 LDM-9 LDMB-9 KVM-12 KVMB-2 KVM-16KVMB-16 KVM-18KVMB-18 Strokkafjöldi stk 6 6 8 8 9 9 12 12 16 16 18 18 Strokk þvermál mm 250 250 250 250 250 250 250 250 250 250 250 250 Slaglengd mm 300 300 300 300 300 300 300 300 300 300 300 300 Stöðugt álag Bhö 1065 1175 1420 1565 1600 1760 2400 2640 3200 3520 3600 3960 Snúningshraði sn/mín 750 825 750 825 750 825 750 825 750 825 750 825 Bulluhraði m/sek 7.5 8.25 7.5 8.25 7.5 8.25 7.5 8.25 7.5 8.25 7.5 8.25 Virkur meðalþrýst. bar 14.2 14.2 14.2 14.2 14.2 14.2 16 16 16 16 16 16 Hámarks brunaþrýst. bar 97 97 97 97 97 97 105 107 105 107 105 107 Brennsluolíunotkun g/höklst 153 154 153 154 153 154 153 154 153 154 153 154 Smurolíunotkun g/höklst 1.1 1.2 1.4 1.6 1.6 1.8 2.4 2.7 3.2 3.5 3.6 4.0 Loftnotkun 20°C m3/h 5600 6300 7400 8300 8300 9300 12400 13500 16500 17700 18500 20000 Afgashiti °C 390 390 390 390 390 390 400 400 400 400 400 400 Þyngd vélar kg 10500 10500 13500 13500 14600 14600 21000 21600 26500 26500 29000 29000 Þyngd niðurfærslugírs með skipti- skrúfubúnaði kg 2600 2600 2600 3500 3600 3600 3700 7200 7200 7200 7200 7200 Þyngd skrúfu m/5 m ás kg 2400 2400 2400 3000 3900 3900 4400 4400 4400 4400 4400 4400 Fylgibúnaður kg 2000 2000 2100 2100 2200 2200 2600 2600 3000 3000 3100 3100 Aðalvél, skrúfubúnaður, samtals kg 17500 17500 20600 22100 24300 24300 32300 35800 41100 41100 43700 45300 X Álagstölur eru miðaðar við 45°C vélarúmshita og 32°C hita á sjó, miðað er við 750 mm Hg loftþyngd og 60% loftraka. Brennslu olíunotkun er gefin upp við 100% álag og miðast við 10100 kcal/kg hitagildi. Afmæliskveöja: Hjalti Gunnarsson, útgerðarmaður 65 ára Hjalti Gunnarsson skipstjóri og útgerðar- maður Reyðarfirði, átti 65 ára afmæli hinn 5. nóvember 1979. Þótt nokkuð sé frá Iiðið, eins og stundum vill verða og vonandi fyrirgefur Hjalti það, liggur í hlutarins eðli að senda jafn ágæt- um Fiskifélagsmanni árnaðaróskir á siðum Ægis. Hjalti er fæddur að Teigargerði við Reyðar- fjörð, sonur Gunnars Bóassonar útvegsbónda og konu hans Sigríðar Jónsdóttur, en þau bjuggu lengi að Stuðlum í Reyðarfirði. Hann gerðist sjó- maður á unga aldri og aflaði sér síðar menntunar til vélstjórnar og skipstjórnar. Lauk vélstjóraprófi 1937, en var þá raunar búinn að vera við vélstjórn frá 1931 að telja. Hinu minna fiskimannaprófi lauk hann 1939 og fiskiskipstjóraprófi 1950. Við skipstjórn á Stuðlafossi tók hann 1940 og var óslit- ið til 1963, síðast á Gunnari SU 139, sem hann sótti til Þýskalands 1959. Á skipstjórnarferli sinum var hann með ýmsa þekkta báta eystra og frá Vest- mannaeyjum. Frá 1963 hefur Hjalti alfarið starfað að útgerð og fiskverkun á Búðareyri, einkum saltfiskverkun og síldarsöltun og hefur ásamt félögum sínum byggt upp traust og gott fyrirtæki. Þar eins og við skipstjórnina er unnið af alúð og vandvirkni og vinnutíminn lítt skráður. Hjalti hefur mikið starfað að félagsmálum, verið í stjórn sambands Fiskifélagsdeilda á Aust- fjörðum um margra ára skeið og átti sæti á Fiski- þingi frá árinu 1970 og er í stjórn Fiskifélagsins. Á þeim vettvangi hefur hann ekki sizt látið sig skipta öryggismál sjómanna þ.m. talin hafna- og vitamál. Þá hefur hann verið traustur liðsmaður Slysa- varnafélags íslands, og átt sæti í stjórn Slysavarna- deilda Austurlands og á þingi Slysavarnafélagsins. Hjalti hefur og tekið drjúgan þátt í sveitastjórn- armálum m.a. í hafnarstjórn Reyðarfjarðar. Þá hefur hann um nokkurt skeið verið í varastjórn Sildarverksmiðja ríkisins. Var hann mikill hvata- maður þess, að sett var á stofn síldarbræðsla á Búðareyri. Kvæntur er Hjalti Aðalheiði Vilbergsdóttur hinni ágætustu konu. Til þeirra hjóna þykir þeim er þetta ritar gott að koma og njóta víðkunnrar gestrisni. M.El. ÆGIR — 675

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.