Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1981, Side 14

Ægir - 01.02.1981, Side 14
Á vegum Samlags Skreiðarframleiðenda og Sambands ísl. samvinnufélaga fór eitt skip beint til Nigeríu á hverjum mánuði frá apríl til desember- loka. Hver farmur var 18 til 19 þúsund pakkar. Það þykir hæfilegt magn í einu á markaðinn í Nígeríu. Stærri farmur veldur verðfalli á markaðs- torgum Nígeríu. Verðlag: Verðlag var stöðugt. Seljendur flestir höfðu samið um fast verð að mestu leyti allt árið frá því að útflutningur til Nígeríu hófst í aprílmánuði. Seðlabanki Nígeríu ákvað að hæsta verð mætti vera $ 310.00 fyrir A flokk, $ 250.00 fyrir B flokk, pr. pakki C & F Nígería. Mest af skreiðinni hafði hinsvegar verið selt fyrir 1. apríl 1980 en þann dag var innflutningur skreið- ar gefinn frjáls. Vegna þessa ástands sem ríkisstjórn Nígeríu (herforingjastjórnin) skapaði í september 1978 þegar eitt fyrirtæki í Sviss, UTEX S.A., fékk einkaleyfi á að flytja inn skreið fyrir N.N.S.C. allt árið 1979 og allt árið 1980 eins og UTEX S.A., skýrði mér frá, þá urðu aðalútflutningsfyrirtækin að semja seint á árinu 1979 og í ársbyrjun 1980. Fyrirtæki það sem ég vinn fyrir, Samlag Skreiðarframleiðenda samdi í marsmánuði 1980 við fyrirtæki í Sviss, NOGA S.A. Var frá því skýrt að NOGA S.A., mundi selja innflytjendum i Nígeríu alla þá farma sem við afgreiddum, þannig að innflytjendur fengu skreið á skaplegu verði. Greiðslur voru öruggar, bárust í reikning okkar í Landsbanka íslands oftast fjórum til sex dögum eftir að hvert skip fór. Afskipanir gengu mjög vel og voru gerðar í hverjum mánuði. Þetta var skemmtileg framkvæmd og væri mjög æskilegt að svo gæti haldið áfram á þessu ári. Árið 1981: Vissa er fyrir því að Nígeríumenn halda áfram að kaupa skreið og hausa á þessu ári. í janúar 1981 komu fimm Nígeríumenn til viðtals við fulltrúa ríkisstjórnar íslands og fulltrúa útflytjenda. Nígeríumenn vilja lækka verð á skreið frá því hæsta verði sem leyft var árið 1980 og hafa talað um ákveðna tölu. Þeir hafa einnig farið til Noregs og það hefur komið fram að Norðmenn hafa ljáð máls á að ákveða verðið um $ 310.00 til $ 300.00 og $250.00 til $ 240.00 fyrir A flokk og B flokk. Nánari skýringar á þessum flokkum er að A flokkur er þorskur, keila, langa og steinbítur., B flokkur er ufsi og ýsa. Þessi flokkun er sú flokkun sem Seðlabanki Nígeríu hefur samþykkt. Nú gerðist það að einn útflytjandi flutti og seld' seint á síðasta ári til Nígeríu B flokk, það er ufsa og ýsu á sama verði og þorsk, keilu og löngu, eða A flokk. Þessi aðgerð og söluaðferð er brot a reglugerð um gjaldeyrisviðskipti í Nígeríu og verður vonandi aldrei reynt að endurtaka slík' athæfi. Lokaorð: Það er nú ekkert sem bendir til annars en að Nígería kaupi bæði skreið og hausa. Verðlag á hausum hefur verið misjafnt yfir árið 1980 en hæsta verð sem SSF hefur selt á er US$ 75.- pr. pakki. Ég var í Nígeríu í desember 1980 og þar var mér sagt að ef verðið yrði hækkað úr $ 75.- þá gæti það skeð að innflutningsbann yrði sett á hausa. í Nígeríu er fátækt fólk sem kaupir hausa af þvl það getur ekki keypt skreið á því verði sem hún er seld á á sölutorgum og mörkuðum, en getur keyp1 hausa. Ef þeir hækka verða engir hausar keypl,r eða ríkisvaldið bannar innflutning. Það hefur gerst áður og getur alltaf endurtekið sig. íslendingar geta vel við unað að fá US$ 75.- fyr>r pakkann af hausum, sem vega 30 kg., þ.e. USÍ 2.50 á kíló, C&F. Mjög mikið hefur verið flutt inn af hjallatimbd síðastliðið haust og í vetur. Töluvert magn ^ hjallatimbri er væntanlegt á næstu vikum. Það ma því gera ráð fyrir mikilli skreiðarframleiðslu í ár- Eftirtalið hlutfall milli skreiðartegunda er fundið þegar lokið var útskipun á 76986 pökkum- Þorskur 68.7 % Keila 5.7 <7o Langa 8.9 <7o Ufsi 11.6 % Ýsa 4.6 <7o 99.5 <% Hálfa prósentið sem á vantar var sitt lítið 3* hverri tegund: steinbít, kolmunna og loðnu. 70 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.