Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1981, Qupperneq 26

Ægir - 01.02.1981, Qupperneq 26
Á s.l. ári áætluðu Norðmenn að laxeldisfram- leiðsla þeirra yrði um 5.000 tonn og að aukningin yrði í kringum 1.000 tonn á milli áranna 1979 og 1980, en nú er að koma á daginn að framleiðsla þeirra á eldislaxi jókst um 50%, og verður um 7.500 tonn. Norðmönnum hefur gengið illa að spá fyrir um framleiðslu sína á eldislaxi, og hefur fram- leiðslan ætíð aukist meir en nokkurn hefur órað fyrir. Ekki eru margir mánuðir síðan Norðmenn tilkynntu að um 1985 myndi framleiðsla þeirra á eldislaxi verða komin í 15.000 tonn, en í umræð- um um þetta mál í Stórþinginu fyrir skömmu, spáði Eivind Bolle sjávarútvegsráðherra því, að nær sanni væri að gera ráð fyrir 20.000 til 25.000 tonnum af eldislaxi um miðjan þennan áratug. Lagði hann áherslu á að nauðsyn væri að gera langtímaáætlanir sem fyrst á þessu sviði, með tilliti til þess hve mikinn lax markaðirnir gætu borið, án þess að verðfall verði. Sem stendur liggja fyrir um 700 nýjar umsóknir hjá sjávarútvegsráðuneytinu norska um leyfi til eldis á laxi og silungi. í þeim umræðum sem fram fóru í Stórþinginu um þessi mál, lögðu margir þingmenn áherslu á að sú reynsla sem náðst hefur í fiskrækt, verði notuð til að auka fjölbreytni í eldi almennt, s.s. þorsk- eldi. Einnig var lagt til að ef svo færi að um of- framleiðslu yrði að ræða, bæri að nota umfram- framleiðsluna við hafbeitartilraunir. í Noregi eru 644 fiskeldisstöðvar, en á s.l. ári var aðeins um helmingur þeirra í rekstri vegna skorts á hrognum og seiðum, en gert er ráð fyrir að seiða- framleiðslan eigi eftir að aukast og að eftirspurn verði annað frá og með árinu í ár. Fiskafli Færeyinga varð 4.340 tonnum minni 1980 borið saman við 1979, en það ár hafði aflinn dregist saman um 50.862 tonn miðað við 1978, svo heldur hallar undan fæti í sjávarútv;'gi frænda okkar Færeyinga. Árið 1978 veiddu Færeyingar 319.575 tonn, 1979 varð aflinn 268.713 tonn, en samkvæmt bráðabirgðatölum varð heildaraflinn 1980 264.373 tonn. í yfirliti fiskveiðihagstofunnar kemur fram að afli hefur aukist um rúmlega 1.000 tonn á heimamiðum, eða úr 96.450 tonnum í 97.531 tonn, en á miðunum við ísland, Noreg og A-Grænland drógust veiðar þeirra saman um tæp 5.000 tonn. Allar tölur miðast við óslægðan fisk- Að undanförnu hefur „íshúsfélag ísfirðinga” haft með höndum tilraunir með nýja tölvustýrða pökkunar- og samvalssamstæðu sem „Póllinn” hf. hefur hannað í samvinnu við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Tilraunirnar hófust í okt. sl- og þykja þær hafa gefið það góða raun, að þeir aðiljar sem að þessu standa gera fastlega ráð fyrir að þessi vélasamstæða þyki nauðsynleg í fiskiðn- aðinum innan skamms. Framleiðslurásin gengur þannig fyrir sig, að fiskflökin fara fyrst í pökkun- arvélina, sem pakkar þeim í lofttæmdar untbúðir, sem er nýjung hér á landi og lofar mjög góðu, en sýnishorn hafa verið send ýntsum aðiljum sem við markaðinn vinna og ber öllum saman um að fisk- urinn geymist ferskari með þessari pökkunarað- ferð. Að pökkuninni lokinni, tekur samvalsvéliu við og velur saman flakapakka í 5 punda pakkn- ingar svo nákvæmlega, að yfirviktin verður aldrei meir en 0,5-1,5 grömm að jafnaði. Með hand' pakkningaraðferðinni hefur meðalfrávikið hja frystihúsum landsins í yfirvikt á 5 punda pakning' unum verið á bilinu 60-80 grömm, svo ljóst er að allverulegar upphæðir sparast með notkun sani' valsvélarinnar. Er sparnaðurinn sem hún skapar talinn vera það mikill að kostnaðurinn við kaupa hana og setja upp komi til með að endur- greiðast á nokkrum mánuðum hjá meðalfrystihúsn 82 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.