Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1981, Page 29

Ægir - 01.02.1981, Page 29
ekki ræddar í þessari skýrslu. í Grænlandshafi og a austurgrænlenska landgrunninu takmörkuðust sJÓrannsóknir við hitamælingar auk þess sem safnað var nokkrum sýnum til ákvörðunar á magni snefilmálma. Rannsóknasvæðið, sjórannsókna- og togstöðvar °§ leiðarlínur er sýnt á 1. mynd. I leiðangrinum var ennfremur hugað að loðnugöngum í Grænlandssundi og úti af Norður- landi og Vestfjörðum með tilliti til bergmálsmæl- inga á stofnstærð. Gerðu Norðmenn samskonar athugun á djúpmiðum norðanlands svo og milli Grænlands og Jan Mayen um svipað leyti. Niður- stöður voru sömu og fengust í júlí-ágúst 1979, eða m.ö.o. að bergmálsmælingar á stærð loðnustofns- ins voru óframkvæmanlegar. Leiðangursstjórar voru Hjálmar Vilhjálmsson á Árna Friðrikssyni og Vilhelmína Vilhelmsdóttir á Bjarna Sæmundssyni. Dr. Svend-Aage Malmberg sá um úrvinnslu á gögnum varðandi sjórannsóknir og túlkun þeirra. Danska stjórnin veitti góðfúslega leyfi til rann- sókna í grænlenskri lögsögu. Ástand sjávar Sjávarhiti var tiltölulega hár í Grænlandshafi í ágústmánuði 1980. Á þetta jafnt við um yfirborðs- lög í Austur-Grænlandsstraumi sem annarsstaðar ÆGIR — 85

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.