Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1981, Síða 10

Ægir - 01.03.1981, Síða 10
Sjávarútvegurinn 1980 Pétur Pétursson Þorskalýsisframleiðslan 1980 Framleiðsla þorskalýs- is varð á árinu 1980 sam- tals 3.722 tonn, sem er 435 tonna aukning frá ár- inu 1979. Er þetta annað árið í röð, sem fram- leiðslan eykst og er aukn- ingin frá 1978 samtals 996 tonn eða 36% á þess- um tveimur árum. Telja má að þessi aukning í þorskalýsisframleiðsl- unni stafi af tvennu: þetri nýtingu lifrarinnar úr þeim afla sem berst svo og aukningu þorskafla. Markaðir fyrir þorskalýsi á árinu 1980 voru góð- ir en sú þróun til hækkunar sem varð á árunum 1978 og 1979 hefur nú stöðvast og í einstaka tilfell- um hefur orðið vart undirboða frá Noregi. Ekki er þó ástæða til að óttast almenna verðlækkun, þar sem framboð af meðalalýsi virðist ætla að dragast heldur saman í Noregi á árinu 1981. Markaðsbreytingar hafa orðið miklar á undanförnum árum. Fyrir útfærslu landhelginnar i 200 mílur voru Bretar og Þjóðverjar helstu keppi- nautar okkar (á eftir Norðmönnum) á meðalalýsis- mörkuðunum. Nú er hins vegar svo komið að Bret- ar og Þjóðverjar kaupa meira meðalalýsi héðan en nokkrar aðrar þjóðir, samtals nær 1000 tonnum árið 1980. Þessi þróun markaðarins ásamt nýrri tækni í flutningum (tank-gámar), svo og bætt vinnsluaðferð, hafa gert lýsisútflytjendum kleift að auka meðalalýsisútflutning úr 1200 tonnum 1978 í 2200 tonn 1980 eða 83% aukning á tveimur árum. Eins og menn vita er meðalalýsi verðmætasta tegund þorskalýsis og aukin hlutdeild þess í út- flutningi þorskalýsis gefur aukna möguleika til hækkunar lifrarverðs. Sú hefur lika orðið raunin á, þar sem lifrarverð hækkaði um 73% milli ar- anna 1978 og 1979 en um 64% milli áranna 1979 og 1980 eða 184% á þessu tveggja ára tímabili. Er si> þróun ánægjuleg og hefur átt verulegan þátt 1 bættri nýtingu þeirrar lifrar sem að landi kemur- Töluverð umræða hefur verið í gangi bæði her- lendis og erlendis um áhrif fjölómettaðra fitusýra^ hjarta- og æðasjúkdóma. Benda rannsóknir ti þess að kaldhreinsað þorskalýsi sé mjög til þesS fallið að draga úr þessum sjúkdómum, enda verð' ur þess nú meira vart að vítamíninnihald lýsisinser orðið að aukaatriði í augum margra kaupenda meira er lagt upp úr hinum almennu gæðum frt' unnar þ.e. lit, sýruinnihaldi og bragði. Hér á eft'r birtist tafla sem sýnir sundurliðun á framleiðslu oS útflutningi þorskalýsis síðustu 5 ára. Einnig er til fróðleiks línurit um verðsveiflur búklýsis á árinu 1980 svo og tafla um heildarframleiðslu búklýstS 1978 og 1979 ásamt lista yfir helstu innflut11' ingslönd. Lýsishersla Á síðastliðnu ári var brotið blað í sögu lýslS herslu hérlendis. Útflutningur sem byrjaði í srria, um stíl 1979 varð 1808 tonn á árinu 1980 og er 111 130 —ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.