Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1981, Side 22

Ægir - 01.03.1981, Side 22
vertíð 1980 og vetrarvertíð 1981, fór strax að bera á þeirri skoðun meðal útvegsmanna loðnuskipa að eðlilegt væri að koma á einhvers konar kvótaskipt- ingu. Samkomulag íslendinga við Norðmenn gerði ráð fyrir því að hlutur Norðmanna yrði 115 þús. tonn, en íslendinga 658 þús. tonn. Á tveim fund- um sem L.Í.Ú. hélt með útgerðarmönnum loðnu- skipa var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hafa kvótaskiptingu á loðnuveiðun- um. Sú aðferð sem varð ofaná byggðist á þvi að hverju skipanna, en þau voru 52, skyldi úthlutað kvóta á eftirfarandi hátt: 1. Helmingi heildarkvótans skipt jafnt niður á . einstök skip. 2. Hinum helmingnum skipt í hlutfalli við burð- argetu skipanna. Loðnuveiðarnar hófust síðan þann 5. sept. Loðnuverðsákvarðanirnar. í ágústmánuði hófust umræður í Verðlagsráðinu um loðnuverð fyrir haustvertíðina. Var verðá- kvörðuninni fljótlega vísað til yfirnefndar Verð- lagsráðsins. Þann 3. september var verðið ákveð- ið af fulltrúum seljenda og oddamanni gegn at- kvæði fulltrúa kaupenda. Verðið var ákveðið 31.45 kr./kg. og var það nokkuð nálægt þvi verði sem fulltrúar útvegsmanna töldu fullnægjandi meðalverð (32.33 kr./kg). Þessu verði var síðan sagt upp þann 1. október og náðist samkomulag í ráðinu um 33.50 kr./kg. Framangreind verð eru m.v. 16% fitu og 15% þurrefnisinnihald. Á undanförnum 3 árum hefur loðnuveiðunum verið skipt í 2 verðtimabil á hverju ári og er t.d. vetrarvertíð látin ná yfir 5 fyrstu mánuði ársins en sumar- og haustvertíðin 7 síðustu mánuði ársins. Á þessu ári kemur síðan síldveiði loðnuskipanna og dregur hún úr þeim tíma sem loðnuveiðarnar sumar og haust eiga að dekka. Við verðákvörðun í sumar var m.v. að loðnu- skipin lönduðu um 400 þús. lestum til áramóta þ.e. eftir yrðu um 270 þús. lestir á vetrarvertið 1981 og eru framangreind verð m.v. framangreindan heild- arafla (þ.e. meðalafla á skip um 8500 lestir til áramóta). í október s.l. fóru hins vegar norskir og íslenskir fiskifræðingar í rannsóknarleiðangur og varð niðurstaðan sú að kvóti hvers skips var skorin niður um 30%, frá því sem áður hafði verið á- kveðið. Þessi niðurskurður kemur því fyrst og fremst fram í afkomu flotans á fyrri hluta ársins 1981. Þannig var meðalkvótinn fyrst ákveðinn um 12.600 tonn á meðalskip. Allt útlit er fyrir að meðalskipið nái þeim meðalafla á úthaldsdag, setfi ráð var fyrir gert í loðnuverðsákvörðuninni og na: þannig um 8000 tonna afla til áramóta. Niður- skurðurinn á meðalskipið nemur um 3900 tonnunt. þannig að meðalskipið kemur til með að eiga um 700-1000 tonna loðnukvóta eftir áramót. Það því ljóst að m.v. óbreyttan heildarkvóta af loðnu er rekstur loðnuskipanna og þá sérstaklega þeirra sem ekki geta með góðu móti stundað netaveiðar a vertíð, gjörsamlega vonlaus. Hér á eftir er sýnd rekstraráætlun loðnuskips m.v. það að viðkoiU' andi skip hafi lokið loðnukvóta sínum fyrir áramot þ.e. sú loðna sem með er reiknað miðast einvörð- ungu við afla síðari hluta ársins. Lausleg rekstraráœtlun loðnuskips m.v. ársrekstW og skilyrði í október 1980. A. Tekjuralls......................... 564.137 1. Loðna.......................... 292.050 2. Þorskafli á vetrarvertíð ...... 117.600 3. Jafngildi 150 tonn þorskur í troll............................ 37.410 4. Síldarafli ..................... 25.500 1-4 samtals á skiptaverði .... 472.560 5. Stofnfjársjóður................. 47.256 6. Olíugjald ...................... 35.442 7. Greiðsla tryggingasjóðs ......... 8.879 B. Gjötdalls.......................... 657.059 1. Aflahlutir...................... 186.040 2. Tryggingarskipverjao.fi. ... 8.775 3. Olíukostnaður .................. 99.139 4. Veiðarfærakostnaður......... 71.226 5. Trygging skips.................. 25.369 6. Annar breytilegur kostnaður . 26.735 Samtals breytilegur kostnaður ......... 417.284 7. Viðhald, viðgerðir.............. 65.200 8. Afskriftir ..................... 84.375 9. Vextir ......................... 90.200 H. Hagn/tap ........................... +92.922 H/A 100 ............................ -h 16,47% Ath. 100 tonna frávik í þorskafla á vetrarvertíð hefur urn m.kr. nettó áhrif á afkomu í för með sér. Forsendur framangreindrar rekstraráætlm1^ eru skilyrði í október 1980, þ.e. ekki eru tekn^ með í áætluninni hækkanir á kostnaði frá ÞeI , tíma. Einnig er reiknað með þeim fiskverðum sem gildi voru til áramóta. ^ M.v. framreikning á verðlagi í janúar 1981 ljóst, að staða loðnuskipanna hefur versnað vem lega frá framangreindinni áætlun. 142 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.