Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1981, Side 39

Ægir - 01.03.1981, Side 39
Hið fyrsta Fiskiþing var háð á árinu 1913. Kom Fiskiþing lengi vel saman annaðhvort ár og stóð í 2-3 vikur, eða þar til skömmu eftir 1970 er ný lög ^lagsins tóku gildi. Frá þeim tíma hefur Fiskiþing Ver’ð háð á hverju ári og stendur í 5-6 daga. Fljótlega voru stofnaðar félagsdeildir í hinum yntsu verstöðvum og efnt til skipulagðra fjórðungs- °g deildafunda, þar sem hagsmunamál eru rædd og alyktanir gerðar. Þessir fundir voru og eru mikil- v®gur aðdragandi og undirbúningur Fiskiþings. k>ýðingarmikill þáttur í félagsstarfinu á fyrstu arum þess og er tvímælalaust enn, var starfsemi ermdreka og ráðunauta og trúnaðarmanna í hverri Verstöð. Er vandséð hvernig félagið hefði getað omið áleiðis mikilsverðum hagsmunamálum sjáv- arútvegsins, ef þeirra hefði ekki notið við. Stofnun Fiskifélagsins sýndi, að verkefnin voru Uæ§- Fiskifélagið hefur frá fyrstu tíð átt frum- 'vmði að eða á annan hátt átt þátt í að hrinda í ramkvæmd ýmsum merkilegum og þýðingarmikl- um hagsmunamálum sjávarútvegsins. Má í því sambandi nefna mótornámskeið félagsins, sem segja má að reynzt hafi ómetanleg fyrir vélbátaút- gerð landsmanna. Síðar, eða fyrir um 20 árum, voru þau sameinuð Vélskóla íslands. í tengslum við mótornámskeiðin hófust ráðunautastörf fé- lagsins, fyrst í vélfræði, síðar í skipasmíðum. Auk mótornámskeiðanna, beitti félagið sér fyrir nám- skeiðum í stýrimannafræðum (hið minna próf), sjóvinnu (netaviðgerð, bætingar o.fl.), hjálp í við- lögum o.fl. Á stríðsárunum fyrri annaðist félagið olíuverzlun fyrir útveginn. í upphafi heimsstyrj- aldarinnar fyrri var ráðinn viðskiptaerindreki í þjónustu félagsins með búsetu erlendis. Félagið hafði mótornámskeið með höndum í rúmlega 50 ár og brautskráði hundruð vélstjóra fyrir vélbátaflot- ann. Hins vegar lagði Vélskólinn á þessu tímabili megináherzlu á menntun vélstjóra fyrir togaraflot- ann og farskipin. Afskipti félagsins af vísindalegum rannsóknum í Ö/ r ^iisson- fiskimálastjóri, flytur rœöu sírta á hátíðarfundi stjórnar Fiskifélags fslands. Á hœgri hönd hans situr Davíð en LSSon• ^eðtahankastjóri og fyrrum fiskimálastjóri og á vinstri hönd Lúðvík Kristjánsson, rithöfundur og fyrrum ritstjóri Ægis, eir voru á þessum hátíðarfundi útnefndir heiðursfélagar Fiskifélags Islands. ÆGIR — 159

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.