Ægir - 01.03.1982, Page 19
S'ór/a,
n sitar
Smálax
Smálax
Smálax
þess að finna aldurssamsetningu gönguseiða sem
gengu til sjávar árin 1976—79.
Færeyingar veiddu 6,6 tonn af laxi að meðaltali
1968—72. Árin 1973—78 var ársaflinn að meðal-
tali 34,5 tonn, 1979 veiddu þeir 194 tonn, 1980 780
tonn og sennilega um 1000 tonn 1981. (Þór Guð-
jónsson 1981).
Niðurstöður
Tafla 1 sýnir hvernig veiðin i Vesturdalsá, Selá
og Hofsá skiptist í smálax og stórlax (eins og
tveggja ára sjávaraldur) árin 1969—1981. Á mynd
1. hafa þessar tölur verið settar upp í línurit þannig
að fiskar sem ganga saman til sjávar lenda á sama
stað á tímaásnum. Með öðrum orðum stórlaxinum
er hliðrað eitt ár til baka. Af myndinni má sjá að
mjög sterkt samband er milli fjölda veiddra smá-
laxa og stórlaxa ári síðar, allt tímabilið. Til þess að
kanna þetta betur var fjöldi smálaxa hvert ár felld-
ur að fjölda veiddra stórlaxa ári síðar (mynd 2). Á
myndinni er útreiknaða jafnan skrifuð, og línan
sem hún lýsir dregin upp, r2 er mælikvarði á hvað
punktarnir falla vel að línunni, r2 getur mest orðið
1,0, þá er samræmið fullkomið. Greinilegt er að
sambandið er mjög sterkt, sérstaklega í Vesturdals-
á og Selá.
Á þessum árum hefði verið hægt að gera spá um
stórlaxaafla með árs fyrirvara.
Tafla 2 sýnir aldursdreifingu sjógönguseiða sem
gengu út úr Selá vorin 1976—79. Hreistursýnin
voru tekin af laxi sem gekk í ána til hrygningar árin
1978—1980. Fram kemur að seiðin frá 1976 eru
yngri en þau sem gengu niður 1977—79. 1976 eru
Tafla 2. Aldursdreifing sjógönguseiða í Selá vorin
1976—79, skv. hreistursýnum af löxum veiddum
árin 1978—1980.
Aldur í árum
v. sjávar /976 1977 1978 1979
göngu Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi %
2 3 9 1 1 2 13
3 27 77 21 14 39 18 5 33
4 5 14 77 52 122 58 6 40
5 50 33 50 24 2 13
Samtals 35 149 221 15
Meðalaldur 3,06 4,18 4,05 3,53
Mynd 2. Samband smálax og stórlax ári síðar í Vopnafjarðar-
ánum. Aðhvarfsferillinn er teiknaður inn og líking hans gefin. x
= smálax, y = stórlax ári síðar.
ÆGIR — 123