Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1982, Síða 16

Ægir - 01.11.1982, Síða 16
danska gæsluskipinu boð um landhelgisbrotin sím- leiðis.20 Magnús Jónsson sýslumaður sendi erindi Vísis- manna áfram til stjórnarráðsins. Hann treystist ekki til að mæla með því og taldi að eftirlitið myndi koma að litlu gagni.21 Og svo fór, að stjórn- arráðið neitaði að veita hinn umbeðna styrk, en hét verðlaunum ef Vísismönnum tækist að koma upp um landhelgisbrot.22 Nú er ekki vitað, hvort skipverjar á Júlíusi hafa nokkurn tima kært landhelgisbrjóta, en umsókn þeirra Arnbjarnar og Sigurðar sýnir glöggt þann hug, sem var í mörgum um þessar mundir. Ný tækni hafði borist til landsins (vélbátar og sími) og í krafti hennar fundu landsmenn sig betur í stakk búna en áður til að elta landhelgisbrjóta og verða gæsluskipinu að liði. í stjórnarráðinu vildu menn hins vegar fara að öllu með gát og sáu ekki ástæðu til að ausa fé í Pétur og Pál, án þess að nokkur trygging væri fengin fyrir árangri af þeim störfum er þeir hugðust taka að sér. En hugmyndin um strandgæslu, eins og hún var oftast kölluð á þessum árum, lifði áfram, og árið 1913 urðu mikil tíðindi í þeim efnum. V. Ekki þarf lengi að fletta blöðum frá árunum 1910—1912 til að sannfærast um, að þessi ár magnaðist stöðugt yfirgangur togara á smábáta- miðum víðsvegar við landið. Voru flestir þessara togara útlendir, breskir, franskir, hollenskir og þýskir, en ekki bætti það úr skák, að íslenski tog- araflotinn óx hröðum skrefum og víluðu íslenskir togaraskipstjórar ekki fyrir sér að skjótast inn fyrir landhelgislínuna er svo bar undir. Aukin sókn togaranna gerði mönnum enn ljós- ara en áður, hve vanburðug landhelgisgæslan var, og kröfurnar um aukna gæslu og þátttöku íslend- inga í henni urðu sífellt háværari. í 1.—2. tbl. Ægis 1913 skrifaði Edílón Grímsson skipstjóri grein, sem hann kallaði „Strandgæslan og trollar- ar.“ Þar lýsti hann ásókn togara á bátamið fyrir Suðaustur- og Suðurlandi árið áður og benti á nauðsyn þess að gæsluskipum yrði fjölgað. Lagði hann til að Fiskifélagið tæki málið upp á sína arma og kæmi því á framfæri við landsstjórnina.23 En svo mikil sem ásókn togara var á árunum 1910—1912 þótti mönnum þó fyrst keyra um þver- bak er kom fram á vetrarvertíðina 1913. í 1.—2. tbl. Ægis það ár birtist stutt fréttagrein, sem bar yfirskriftina „Betri landhelgisvörn.“ Þar sagð1 m.a.: „Við sunnanverðan Faxaflóa hefir þegar kontið til tals, að leyta til hins opinbera og einstakra manna um peningaframlög til þess að halda uú mótorbát i sunnanverðum flóanum, að minnst3 kosti þann tíma ársins sem mest er um botn- vörpuskip þar syðra. Fiskifjelagsdeildirnar Þar ættu að berjast fyrir þessu máli. Stjórn Fiskifjelagsins hefir og haft þetta ma til meðferðar, og mun það verða eitt meða þeirra mála er stjórn þess mun leggja fyrir Fiski- þingið til athugunar. Magnús Magnússon kennari, einn af eigend' um botnvörpuskipafjelagsins „Alliance“, ljet þess getið á síðasta stjórnarnefndarfundi Fiskt' fjelagsins, að ef til samskota kæmi í þeim ítl' gangi að halda úti hát til strandgæslu, hvod heldur væri til að verja meira eða minna svceO við landið, mundi fjelagið ,,Alliance“ leggj° a’ mörkum alt að 200 kr. í þeim tilgangi.“2i Þarna skaut enn upp hugmyndinni um útgef vélbáts til landhelgisgæslu og á aðalfundi Fiskn lagsins, sem haldinn var 22. febrúar 1913 kon1 landhelgisgæslan enn til umræðu. Fundarmen11 kusu fimm manna nefnd til að fjalla um málið og hlutu sæti í henni þeir Gísli Sveinsson, MagnUS Sigurðsson, Matthías Þórðarson, Geir Sigurðsso og Magnús Blöndahl.25 Nefndin skilaði áliti, sem lagt var fyrir Fis 1 þing, hið fyrsta í röðinni, en það var haldið 3 • júní til 5. júli 1913. í álitinu kom fram, að nefr> 1. taldi, að ekki yrði bætt til fullnustu úr gæsluleys landhelginnar nema fengið yrði fullkomið gms skip, en hins vegar gætu vel búnir vélbátar dug ^ að mestu til að verja þau mið, sem væru skýr1 , mörkuð og lægju skammt frá landi, svo setn Garðsjó og við Vestmannaeyjar. Töldu nefr> menn, að kostnaður við útgerð hvers báts Y nokkrar þúsundir króna, og ætti að vera hægr halda úti a.m.k. tveim bátum, ef styrkur fen®1 frá landssjóði og viðkomandi sveitarfélögum- En áður en Fiskiþingið kom saman hafði stj Fiskifélagsins ákveðið að veita 300 króna styr þess að halda úti vélbát til landhelgisgæslu í j sjó. Landssjóður lagði einnig fram nokkurt ^ sama skyni.27 Þar með höfðu íslendingar byrj útgerð skips til landhelgisgæslu. 576 —ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.