Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1982, Síða 19

Ægir - 01.11.1982, Síða 19
framan, var að mestu kostuð af einstökum hrepp- Uri> einstaklingum og Fiskifélagi íslands. Lands- sjóður styrkti gæsluna lítilsháttar, en því fór fjarri að hún gæti á nokkurn hátt talist á vegum lands- stíórnarinnar. Var það í sjálfu sér eðlilegt. Hin e'ginlega landhelgisgæsla þessara ára var í höndum ^ana og tilraunir íslendinga aðeins lítilsháttar við- ðót við hana. Þegar kom fram á annan tug þessara aldar mun fkstum hugsandi mönnum á íslandi hafa verið °rðið ljóst, að ætti gæslan að verða fullnægjandi yrðu landsmenn að taka hana í sínar eigin hendur að mestu eða öllu leyti. Til þess að svo mætti verða Vrði landið hins vegar að eignast vel búin skip og tau kostuðu meira fé en landssjóður gat reitt fram fyrirvaralaust. . . Af þessum sökum var það, að þegar alþingi om saman sumarið 1913 flutti sr. Sigurður Stefánsson ' vigur, þingmaður ísfirðinga, frumvarp til laga um stofnun Landhelgissjóðs íslands. I framsogu- rmðu sinni benti hann á, að þótt fiskveiðar he u a Ur>danförnum árum færst allmikið út fyrir land- helgi með tilkomu botnvörpuveiða væru þo enn stundaðar miklar veiðar innan landhelgi og margir, sem fest hefðu mikið fé í vélbátaútgerð, Sttu allt undir því að geta áfram sótt á þau mið, Sem innan landhelgislínunnar væru. Kvaðst flutn- *ngsmaður telja allan þingheim sammála um nauð- syu þess að verja landhelgina, svo mjög sem vél- ^útaútvegurinn ætti afkomu sína undir því, og Sagði síðan: >>Til þessa höfum vjer ekki þótt svo efnum búnir, að vjer gætum tekið landhelgisvarnir vorar að oss. Danir hafa, sem kunnugt er, haft bmr á hendi og notið hlunninda frá oss í stað- >nn. Þeir mega veiða hjer í landhelginni sem lundsins eigin börn, og þeir hafa auk þess fengið nokkurt fje fyrir. En þessi vörn þeirra hefur alla tíð verið ófullkomin og ófullnægjandi, og hún verður það æ því meir sem botnvörpuútvegur- inn vex. Jeg hef enga trú á því, að Danir vilji leggja fram meira fje til þessara varna, en þeir bafa gert til þessa. En þá liggur fyrir sú spurn- mg, hvort vjer eigum enn árum saman að horfa UPP á það, að grunnmiðum vorum sje spillt án tess að hefjast handa til þess, að ljetta af land- 'nu slíkum ófögnuði. Mjer finnst þingið ekki geta lengur hlýtt allsendis aðgerðarlaust á hinar sáru kvartanir þjóðarinnar eða sjómannastjett- Sigurður Stefánsson, alþingismaður frá Vigur. arinnar um veiðispellin í landhelgi vegna ónógr- ar landhelgisvarnar; það hefur oft verið sagt, að það mætti koma þessum vörnum við á ódýrari hátt, en Dönum hefur tekizt. En löggjafarvald- ið hefur aldrei gert neitt verulegt í þessu efni nje hafizt handa til að taka að sjer varnirnar. Af þessum ástæðum, sem nú eru taldar, hef jeg leyft mjer að bera frumvarp þetta fram fyrir hina hv. deild.“3Z Frumvarpinu var vísað til nefndar og síðan var það samþykkt nær óbreytt sem lög frá alþingi. Lögin voru svohljóðandi: „Lög um stofnun landhelgissjóðs íslands. (Samþykkt í Ed. 18. ágúst). 1. gr. Af sektarfje fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi skal stofna sjóð, er nefnist Landhelgissjóður íslands. 2. gr. 1 sjóð þennan renna 2/3 sektarfjár fyrir ólögleg- ar veiðar í landhelgi að meðtöldum 2/3 netto andvirðis fyrir upptækan afla og veiðarfæri eftir að lög þessi öðlast gildi. 3. gr. Til sjóðsins leggur og landssjóður 5000 krónur á ári, er telst með árstekjum hans. ÆGIR — 579

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.