Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1982, Page 30

Ægir - 01.11.1982, Page 30
Svend-Aage Malmberg, haffræðingur: Alþjóðaþing haffræðinga í Halifax, Nýja Skotlandi, 2.—13. ágúst 1982 Inngangur Dagana 2.—13. ágúst 1982 var haldin ráðstefna í haffræðum í Halifax á Nýja Skotlandi, Kanada. Ráðstefnan eða þingið var svonefnt „Joint Oceanographic Assemb- ly“ (JOA). Þing þessi eru haldin á sex ára fresti, síðast var það haldið 1976 í Edinborg í Skot- landi. Þar vorum við þrír saman haffræðingarnir frá íslandi, Unnsteinn Stefánsson, prófessor, J°n Ólafsson, hafefnafræðingur, og sá sem þetta skn ar. Nú var ég einn héðan. Fjöldi alþjóðastofnana og vísindanefnda stan að þessum þingum, m.a. Efnahags- og menning^ málastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESC ásamt Hafmálastofnun hennar (IOC) og alþj° legri nefnd vísindamanna sem gengur undir heitinu SCOR (Scientific Committee on OceanograpnlC Research). Forseti AlþjóðahafrannsóknaráðsinS (ICES) var ásamt öðrum í undirbúningsnefnd ra stefnunnar. /. mynd. Bedford hafrannsóknastofnunin, Dartmouth, Nova Scotia, Kanada. 590 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.