Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 6

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 6
622 ÆGIR 12/89 48. FISKIÞING • 48. FISKIÞING • 48. FISKIÞING • 48. FISKIÞING SKÝRSLA Þorsteins Gíslasonar fiskimálastjóra til 48. Fiskiþings um starfsárid 1988-1989 Að venju fjallar skýrsla mín til Fiskiþings í meginmáli um starf- semi félagsins á starfsárinu, félags- málastarfið og þjónustuhlutverkið. Þá verður fjallað um starfsemi einstakra deilda skrifstofunnar, reikninga félagsins, afkomumögu- leika og framgang 47. Fiskiþings. I aðalstjórn félagsins voru haldnir fimm fundir. Á þeim fundum voru mál Fiskifélagsins tekin fyrir, félagsmál, daglegur rekstur og aðkallandi mál afgreidd, helstu málefni sjávarút- vegsins rædd og skoðunum stjórn- arinnar komið til skila til þeirra aðila er þær höfðuðu til. Þá var fjallað um mál sem Fiskiþing vís- aði til stjórnar og þeim komið áfram og fylgt eftir. ítarlega var farið yfir ályktanir 47. Fiskiþings, þær sendar við- komandi stofnunum og ráðuneyt- um, nefndum Alþingis, fjöl- miðlum og þeim aðilum sem þær höfðuðu til. Stjórnar- og starfsmenn hinna ýmsu starfsdeilda ásamt erind- rekum ferðuðust um landið, sóttu fundi og þing fiskideilda og fjórð- ungssambanda, veittu aðstoð og þjónustu og skýrðu starfsemi Fiski- félagsins og þá möguleika sem hún býður upp á. Ánægjulegt er að finna þann ferska blæ og áhuga sem fylgir þeim mörgu yngri félögum okkar sem nú eru að hasla sér völl og endurnýja félagsmálastarfið, ríkir af starfsvilja á þeim vettvangi sem Fiskifélag íslands starfar. Við þeir sem eldri erum, og 48. Fiskiþing bjóðum þessa nýju starfsfúsu félaga okkar best vel- komna, með því að laga alla starf- semi okkar og skipulag enn frekar að breyttum þjóðfélagsháttum og þeim gjörbreyttu aðstæðum sem sjávarútvegur okkar býr við í dag. Þetta kallar á endurskoðun félagslaga okkar og endurskipu- lagningu allra starfa. Fiskiþing er æðsta vald Fiski- félags íslands. Þess vegna heiti ég á ykkur, þingfulltrúar góðir að þið snúið bökum saman við að finna og feta þær leiðir sem liggja að markmiðum okkar, sem enn eru í fullu gildi. Að vanda tóku stjórnar- og starfsmenn félagsins þátt í nefndar- og stjórnarstörfum þar sem Fiskifélagið á aðild að og beðið var um þátttöku félagsins, auk funda með sjávarútvegsráðu- neytinu og öðrum ráðuneytum. Starfsmenn tóku þátt í ráð- stefnum og fundum erlendis í samningagerð og þar sem fjallað var um stjórnunar-, fiskveiði- og tækniniál sjávarútvegsins. Fyrir- greiðsla og upplýsingamiðlun var veitt til fjölda innlendra og erlendra aðila sem flestir tengjast sjávarútvegi. Þá var tekið á móti og skipulagðar heimsóknir útlend- inga og þeir aðstoðaðir á margan haft. Stjórn fiskveiða 29. desember sl. gaf sjávarútvegs- ráðuneytið út þrjár reglugerðir: 1. Reglugerð um stjórn botnfisk- veiða 1989. 2. Reglugerð um veiðar á úthafs- rækju 1989. 3. Reglugerð um veiðar smábáta 1989. Með reglugerð um stjórn botn- fiskveiða 1989 er ákveðið að: Árið 1989 skuli leyfi til botnfisk- veiða miðast við að afli úr helstu botnt'isktegundum verði: 1. Þorskur — 265 þús. lestir 2. Ýsa - 65 þús. lestir 3. Ufsi - 80 þús. lestir 4. Karfi - 77 þús. lestir 5. Grálúða- 30 þús. lestir Afli skv. ofangreindu miðastvið óslægðan fisk með haus. Þá segir, að vegna ákvæða í reglugerðinni um heimildir sókn- armarksskipa til aukningar þorsk- afla, reglna um tilfærslu milli fisk- tegunda og flutning afla milli ára og ákvæða um afla smábáta, gæti heildarþorskaflinn á árinu 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.