Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 42

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 42
658 ÆGIR 12/89 líkjar frá Norcontrol, sem framleiða margs konar herma og selja um allan heim; m.a. 20 siglingasam- líkja til Sovétríkjanna, en hver þeirra er með 4 eða 6 eigin skipum. Tveir vélahermar frá sama fyrirtæki hafa verið settir upp hér á landi; í Vélskóla íslands og Verkmenntaskólanuni á Akureyri. Á s.l. ári fengu frændur okkar Færeyingar sams konar siglingasamIíki (NMS-90) og hefur verið keyptur til Stýrimannaskólans, en s.l. sumarfestu þeir kaup á fiskveiðisamlíki, einnig frá Norcontrol, sem var tekinn í notkun við Stýrimannaskólann í Þórshöfn nú í haust. Forsvarsmenn sjávarútvegs og siglinga hér á landi (LÍU og SÍK) svo og samtök skipstjórnarmanna (FFSÍ) og siglingamálastjóri, sem er formaður skólanefndar, leggja mjög mikla áherslu á, að Stýrimannaskólinn í Reykjavík verði búinn þessum tækjum og standi þar með jafnfætis nágrannaþjóðunum í menntun far- manna og fiskimanna. Fulltrúar samtakanna og siglingamálastjóri rituðu í þessu tilefni Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráð- herra sérstakt bréf og gengu síðan á fund hans í sumar. Fjármálaráðherra tók erindinu mjög vel og var skömmu síðar gengið frá kaupum á siglingasamlík- inum eins og Alþingi hafði heimilað, en ráðherra hét því jafnframt, að unnið verði að kaupum fiskveiði- samlíkis á næsta ári. Með siglingasamlíkinuni og öllum þeim tækjum sem fylgja honum og virka eins og um borð í skipi á siglingu, á færni nemenda við raunverulegar aðstæður að aukast til muna og þar með einnig öryggi íslenskra sjómanna. Gjöf til Bókasafns Sjómannaskólans Kristján Aðalsteinsson fyrrv. skipstjóri á Gullfossi og fleiri skipum Eimskipafélags íslands færði nýlega Bókasafni Sjómannaskólans myndarlega bókagjöf. í gjöf Kristjáns eru öll helstu sjómannablöð landsins: 1. Sjómannablaðið Víkingur frá upphafi og til dags- ins í dag, þar af eru 42 fyrstu árgangarnir (1939- 1980) í vönduðu skinnbandi. 2. Sjómannadagsblaðið frá byrjun, þar af 35 fyrstu árgangarnir (1938-1972) í vönduðu skinnbandi. 3. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja frá byrjun til dagsins í dag, þar af 28 fyrstu árgangarnir (1951- 1978) í skinnbandi. 4. Sjómaðurinn, (útg. Sjómannafélag Reykjavíkur) 1.-10. árg. (1953-1963) í einu skinnbandi. 5. Sjómaðurinn, 1.-3. árg. (1939-1941) auk ára- móta- og jólablaðs 1943 í einu skinnbandi. 6. Hrafnista (útg. Fjársöfnunarnefnd DAS) 1.—2. árg. (1948—1949) í einu skinnbandi. 7. Blik- Ársrit Vestmannaeyja - 7 árgangar. Auk þess mjög fallegt mastur til flaggmerkjagjafa ættað frá Leningrad. Þetta er verðmæt gjöf en fyrstu árgangar sjómanna- blaðanna eru algjörlega ófáanlegir. Bókagjöfin mun styrkja mjög Bókasafn Sjómannaskólans, sem var opnað fyrr á árinu og er til húsa í rishæð Sjómanna- skólans. Það er nú þegar mikið notað af nemendum og kennurum Stýrimannaskólans og Vélskóla íslands. Kristján Aðalsteinsson er fæddur 30. júní árið 1906 í Haukadal við Dýrafjörð en ólst upp í Keldudal, sem er utar í firðinum. Hann hóf kornungur sjómennsku árið 1921 á Pilot frá Bíldudal, síðar sigldi hann sem háseti á Willemoes, Lagarfossi og dönskum skipum. Árið 1932 lauk Kristján farmannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík. Frá 1935 til 1953 var hann stýrimaður og skipstjóri í afleysingum á skipum Eimskipafélagsins, en frá árinu 1953 fastráðinn skip- stjóri. Árið 1958 tók Kristján við skipstjórn á flaggskipi íslenska verslunarflotans, farþegaskipinu Gullfossi, og var skipstjóri með skipið þar til það var selt úr landi árið 1973. Kristján var alla tíð afburða farsæll og stjórnsamur skipstjóri og mikill sjómaður. Hann var forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands 1961-1963. Et'tir að Kristján hætti sjómennsku var hann í mörg ár starfsmaður Alþingis. Um árabil var hann formaður skólanefndar Stýrimannaskólans í Reykjavík og var þar tillögu- og úrræðagóður. Kona hans er Bára Ólafsdóttir og er dóttir þeirra Erna lyfjafræðingur. Fyrir hönd Bókasafns Sjómannaskólans þakka skóla- stjórar Sjómannaskólans Kristjáni Aðalsteinssyni þessa góðu gjöf, sem ber vitni um höfðingsskap hans og reisn. Þetta er kærkominn og mjög gagnlegur fengur fyrir Bókasafn Sjómannaskólans, sem mun verða nemendum skólanna, kennurum og öðrum safngestum til góðra nota.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.