Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 23

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 23
12/89 ÆGIR 639 á útfluttar sjávarafurðir, aðgangur að lánum á niðurgreiddum kjörum, skuldbreytingar, skattaívilnanir og svo framvegis. Með aðgerðum af þessu tagi er leitast við að draga úr eða að minnsta kosti fresta óhjá- kvæmilegum gengisbreytingum. Þótt þannig sé ýmislegt sem getur haft áhrif á sambandið milli gengis krónunnar og afkomu í sjáv- arútvegi, sérstaklega þegar til skamms tíma er litið, kemur þetta samband ákaflega glöggt fram þegar litið er til liðins tíma. Meðal annarra hefur dr. Friðrik Már Bald- ursson tölfræðingur á Þjóðhags- stofnun athugað þetta samband milli afkomu í sjávarútvegi og gengis krónunnar. Niðurstöður hans hafa til dæmis birst í tímarit- inu Vísbending, 29. júlí síðastlið- inn. Friðrik kemst í aðalatriðum að þeirri niðurstöðu að gengisskatt- lagning, eins og hann orðar það, eigi við sterk rök að styðjast. Pró- fessor Rögnvaldur Ffannesson komst að sömu niðurstöðu og Friðrik í erindi sem hann flutti nýlega um auðlindaskatt og geng- ismál í Seðlabanka íslands. Ný viðhorf til gengismála Þessi tilhögun gengisákvarðana, sem byggir á einhliða ákvörðun stjórnvalda, um gengi krónunnar og byggir fyrst og fremst á af- komu sjávarútvegs, er vafalítið úr sér gengin, enda er hún núorðið næsta fátíð í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Skoðanir manna eru skiptar um í hvaða átt beri að þróa skipan gengismála. Þessar eru ef til vill helstar: 1) Festa gengið við tiltekna viðmið- un, til dæmis EMS, Bandaríkja- dollar eða myntkörfu sem byggir á vægi einstakra gjaldmiðla í utanríkisviðskiptum íslendinga. Þetta er svonefnd fastgengis- stefna. 2) Miða gengi krónunnar við skil- greind viðunandi rekstrarskil- yrði útflutnings- og samkeppn- isgreina. í þessu felst að gengi krónunnar verði reiknuð stærð á grundvelli breytinga á sam- keppnisstöðu útflutningsgreina. 3) Láta gengi krónunnar ráðast í ríkara mæli en verið hefur af markaðsöflum. Þessar leiðir samræmast auð- vitað allar núgildandi lagaá- kvæðum um gengi krónunnar. Þær fela hins vegar í sér mismun- andi viðhorf til gengisstefnunnar. Það gefur auga leið að fyrsti kost- urinn leggur áherslu á markmiðið um stöðugt verðlag, annar kostur- inn leggur áherslu á rekstrarskil- yrði útflutnings- og samkeppnis- greina og sá þriðji á markaðsöflin. Mikið hefur verið fjallað um báða fyrri kostina, en markaðs- verðmyndun á erlendum gjaldeyri hér á landi hefur minna verið í umræðunni. Þessi leið verð- skuldar því meiri athygli en hún hefur fengið því vafalítið er skynsamlegt að þróa skipan gengismála í þá átt að markaðsað- stæður og almennar leikreglur verði ráðandi um þróun gengisins. í flestum öðrum löndum er það í reynd framboð og eftirspurn sem ákveða gengið. Stjórnvöld leitast hins vegar við að framfylgja geng- isstefnu sinni með því að skapa efnahagslegar forsendur fyrir því gengi sem þau telja æskilegt. Gengisstefnan er auðvitað mis- munandi eftir löndum, sum byggja á algerlega frjálsu gengi, önnur tengja gjaldmiðilinn öðrum gjald- miðlum og svo framvegis. Þróun verðlags og launa ráða mestu um gengisþróunina þegar til lengri tíma er litið. Áhrif stjórn- valda á gengisþróunina byggjast því fyrst og fremst á áhrifum efna- hagsstefnunnar á þessa þætti. Seðlabankar hafa þó að sjálfsögðu möguleika til að hafa áhrif á geng- isþróunina, sérstaklega þegar til skemmri tíma er litið, með kaupum og sölu gjaldeyris og vaxtastefn- unni. Það fer varla á milli mála að skynsamlegt er að þróa skipun gengismála hér á landi í þá átt að markaðsöflin verði ráðandi um gengi krónunnar og stefna þannig að svipaðri skipan gengismála og flestar aðrar þjóðir hafa. Líklega er þessi þróun í reynd bæði skyn- samleg út frá efnahagslegum sjón- armiðum og óumflýjanleg, þar sem íslendingar stefna að nánari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.