Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 24

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 24
640 ÆGIR 12/89 samskiptum við aðrar þjóðir í framtíðinni og í því felst að íslend- ingar verða, fyrr eða síðar, að laga í aðalatriðum gjaldeyrisreglur sínar að þeim reglum sem gilda hjá nálægum þjóðum. Helsta breytingin frá núgildandi reglum um gjaldeyrisviðskipti sem í þessu felst er veruleg rýmkun gjaldeyris- reglna, einkum að því er varðar fjármagnsviðskipti. Er þá meðal annars átt við að dregið verði úr kröfum um gjaldeyrisskil, rýmri reglur gildi um viðskipti fyrirtækja og einstaklinga við erlendar lána- stofnanir, heimilt verði að gera gjaldeyrisviðskipti fram á við til að draga úr gengisáhættu og kaup á erlendum verðbréfum og hluta- bréfum verði heimiluð innan vissra reglna. Slíkar breytingar hefðu í för með sér aukið aðhald markaðarins að ákvörðum um gengi krónunnar. Ljóst er að þessum breytingum verður ekki komið á í einu vet- fangi. Það er flókið mál og vanda- samt að meta með hvaða hætti best yrði að standa að þeim. Mestu máli skiptir tímasetning breytinganna að því er varðar ein- stök atriði og að varanlegur árangur náist í baráttunni við verð- bólgu. Verði verðbólga hérá landi miklu meiri í framtíðinni en í nálægum löndum mun það vissu- lega draga úr árangri aðgerða af þessu tagi. Það yrði reyndar einnig alvarleg hindrun nánari samskipta við aðrar þjóðir á öðrum sviðum, ekki síst á sviði atvinnumála og peningamála. Stjórn fiskveiöa í framtíðinni og gengi krónunnar Nú eru til umræðu drög að frumvarpi um stjórn fiskveiða. Þessi frumvarpsdrög hafa það að markmiði að treysta stjórn fisk- veiða og stuðla að því að draga úr rekstrarkostnaði í sjávarútvegi. Töluverð umræða hefur þegar farið fram um einstök atriði frum- varpsdraganna og áhrif þeirra, ef að lögum verða, á sjávarútveginn. Að svo stöddu ætla ég ekki að blanda mér í þá umræðu á þessum vettvangi, heldur vekja athygli á nokkrum atriðum sem varða áhrif frumvarpsdraganna á þjóðarbú- skapinn í víðara samhengi. Eins og vikið var að hér að framan hefur sjávarútvegurinn úrslitaþýðingu fyrir þróun efna- hagslífsins. Þess vegna er nauð- synlegt að huga gaumgæfilega að líklegum áhrifum mismunandi fiskveiðistjórnunar á þjóðarbú- skapinn almennt. Er þá meðal annars átt við áhrif raungengis krónunnar á afkomu sjávarútvegs, atvinnustig, kaupmátt, byggða- þróun og tekjudreifingu. Brýnt er að sinna þessu verkefni á næstu vikum og mánuðum samhliða því að vinna að frekari útfærslu frum- varpsdraganna. Ekki vinnst tími til þess að fara yfir öll þessi atriði hér og nú, enda er þessi vinna skammt á veg komin. Rétt er þó að vekja sér- staka athygli á einu atriði. Verði frumvarpsdrögin að lögum í núverandi mynd má gera ráð fyrir því að tilkostnaður við fiskveiðar minnki töluvert. Miðað við að fylgt verði svipaðri gengisstefnu og gert hefur verið hér á landi um árabil leiðir þetta til þess að raun- gengi krónunnar hækkar. Hversu mikil hækkunin verður fer eftir því hve hagræðingin verður mikil í fiskveiðunum. A hinn bóginn er óvíst að afkoma flotans batni. Afleiðingin yrði því sú að rekstrar- skilyrði sjávarútvegs yrðu í aðal- atriðum óbreytt en hins vegar versnaði afkoma annarra greina sem eru háðargengi krónunnar. Er þetta skynsamlegt eða á að bregð- ast við þessu með einhverjum hætti? Þessari spurningu ætla ég ekki að reyna að svara hér, en ég vek athygli á þessu atriði til að undirstrika hversu víðtækar afleið- ingar mismunandi stjórn fiskveiða getur haft á þjóðarbúskapinn. Bent hefur verið á leiðir til að leysa þennan vanda án þess að af- koma sjávarútvegs versni. Þessi leið hefur gengið undir nafninu auðlindaskattur eða sala veiði- leyfa. Skiptar skoðanir eru hins vegar um þessa leið en óhjákvæmi- legt er að meta kosti hennar og galla rækileg á næstu mánuðum. Krindi flutt á Fiskiþingi 1989. Höfundur er forstjóri Þjóðhagsstofnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.