Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 15

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 15
12/89 ÆGIR 631 þáttum sem við verðum að leggja áherslu á, í víðræðum við aðila eins og Evrópubandalagið, hvort sem það á sér stað í hópi Efta- þjóðanna eða í tvíhliða viðræð- um. Grundvallarhugsjónin bak við aukið samstarf þjóða byggist fyrst og fremst á þeirri hugmyndafræði, að með fullu frelsi á samskiptum þjóða í viðskiptum með vörur, þjónustu og fjármagn, ásamt flutn- ingum á fólki, muni með tíð og tíma leiða til þess að hver þjóð, hvert land og hvert svæði, sérhæfi sig á því sviði, sem því er hag- kvæmast að starfa á, á hverjum tíma. Hugmyndafræðin um eðli- lega verkaskiptingu þjóða er ekki ný af nálinni og það er sú grund- vallarhugsun sem liggur að baki þeirri þróun sem á sér stað innan Evrópubandalagsins og er drifkraft- urinn í viðræðum Efta-landanna við Evrópubandalagið. Nær frelsiö eingöngu til ibnaðarvara? Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir því, að í þeirri umræðu sem nú á sér stað er fyrst og fremst verið að tala um frelsi í viðskiptum með iðnaðarvörur. Þessi grundvallarstaðreynd er sá blákaldi veruleiki sem við verðum að horfast í augu við. Evrópu- bandalagið vill að í þeim við- ræðum sem nú hafa átt sér stað, verði landbúnaðarvörur og sjávar- afurðir undanskildar og um þær verði samið sérstaklega. Islendingar náðu mjög merkum áfanga í mars s.l., þegar Efta-þjóð- irnar féllust á þau sjónarmið, að viðskipti með sjávarafurðir skyldu vera frjáls milli Efta-landanna. Það er þó rétt að minna á það að frum- forsenda frelsis í viðskiptum milli þjóða, er ekki aðeins niðurfelling á tollum og viðskiptahindrunum, heldur einnig að aflagðir verði allir opinberir styrkir til einstakra atvinnugreina. Þó við höfum hér unnið veigamikinn sigur í hug- myndafræðilegri baráttu okkar, er ég ekki farinn að sjá ennþá hvernig þessi fríverslun verður framkvæmd, þegar litið er til núverandi styrkjakerfis í sjávarút- vegi Norðmanna, og reyndar sjáv- arútvegi annarra Efta- þjóða. Efta- þjóðirnar hafa sett fram þá skoðun í viðræðum sínum við Evrópu- bandalagið að viðskipti með sjáv- arafurðir skuli vera fjáls. Evrópu- bandalagið hefur svarað því til að það sé ekki reiðubúið til að breyta sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sinni. Þeir hafa á þann hátt undir- strikað, að þó þeir séu reiðubúnir í viðræður við Efta-löndin. og reyndar við aðrar þjóðir um aukna fríverslun með iðnaðarvörur, ætli þeir að viðhalda þeim tollamúrum sem umlykja Evrópubandalagið og styrkjakerfinu á sviði landbún- aðar- og sjávarútvegsmála og aðskilja umræðuna um þessa málaflokka í sérstökum viðræð- um. Þetta er sá raunveruleiki sem við okkur blasir og jafnframt þær hindranir sem ryðja verður úr vegi. Sérstaða íslendinga Hin sameiginlega sjávarútvegs- stefna Evrópubandalagsins virkar í reynd eins og hin sameiginlega landbúnaðarstefna bandalagsins þar sem bandalagið er girt með tollamúrum til að hindra sam- keppni utan frá og er hún notuð sem tæki til þess að beina miklum styrkjum til sjávarútvegs innan bandalagsins. í umræðunni við Evrópubandalagið um landbún- aðar- og sjávarútvegsmál hefur komið fram að ekki gilda sömu rök og í viðskiptum með aðrar vörur. Þessi stefnumörkun EB er í reynd meginástæðan fyrir erfið- leikum íslendinga, að aðlaga sig enn frekar auknu samstarfi Evrópu- þjóða. Það er nauðsynlegt að draga fram þessa sérstöðu íslend- inga í þeirri miklu umræðu sem mun fara fram á næstu vikum og mánuðum um aukið frelsi á öllum sviðum. Okkur er mikilvægt að gera okkur grein fyrir hinum mikla áherslumun milli íslendinga og Evrópubandalagsins í þeim við- ræðum, - það er að Evrópubanda- lagið er ekki, og vill ekki, ræða um sjávarafurðir þegar rætt er um frelsin fjögur, þ.e. frelsi í við- skiptum með iðnaðarvörur, fjár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.