Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 37

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 37
12/89 ÆGIR 653 > Mismunandi er tekiö á kvóta- málum eftir löndum. haldsreglum þeirra segir að færa skuli keyptan at'lakvóta og veiði- rétt til eignar á kostnaðarverði í efnahagsreikningi og að kvótinn skuli ekki afskrifaður. í skýringum með ársreikningum er greint frá meðferð kvótamála hjá eigendum kvóta. Við gætum spurt sjálfa okkur að því hvort þörf sé á að binda kvóta- kaupin og kvótann við skip, eins og nú er gert ráð fyrir, þar sem að ætla má, ef frumvarpsdrögin um fiskveiðistjórnun ná fram að ganga, að framsal á kvóta verði að mestu frjálst. Spurningin er hvort ekki næðist betri nýting á fiskveiðiflotanum ef framsal kvóta væri algerlega frjálst og hver sem er mætti eiga og ráðstafa kvóta, þó væntanlega með takmörkunum er varða erlenda aðila. Bókhaldsleg medferð Meðferð á kvótakaupum í þók- haldi undanfarin ár hafa verið með ýmsum hætti. Ekki eru í raun nema 1-2 ár síðan aðilar fóru að kaupa sér framtíðarkvótaréttindi. Þar sem við höfum haft vitneskju um eru keypt kvótaréttindi innan árs alfarið færð til gjalda á kaup- ári. Keyptur réttur er dreifist á 2-3 ár hefur verið færður til gjalda eins og hann hefur verið notaður. Hér getur t.d. verið um að ræða kvóta sem að hluta má færa á milli ára. Einnig geta viðskipti verið þannig að einn aðili kaupir kvóta af öðrum t.d. útgerðaraðila sem er með bát í slipp til langs tíma. Þessi aðili getur síðan ekki veitt nema hluta kvótans og framselur mis- munin þriðja aðila og gerir samn- ing um að fá hann endurgreiddan í samskonar réttindum á næsta ári. Eins og margoft hefur verið tekið fram er vandamálið varðandi meðferð framtíðarkvótans það sem á okkur bókurunum brennur. Svo margvísleg tilvik eiga sér stað í kaupum og sölu á framtíðarkvóta að erfitt er að setja fram eina ákveðna bókhaldsreglu sem nær yfir öll tilvik. Að lokum viljum við rekja nokkur raunhæf dæmi sem vakið hafa upp spurningar um meðferð þessara mála í bókhaldi. Dæmi 1: Skip er keypt á eitt hundrað milljónir. Vátryggingarverð 75 millj. Skipi þessu er lagt og fyrir- hugað að selja það til útlanda þar sem ætla má að fáist fyrir það um 30 millj. í þókhaldi fyrirtækisins var skipið bókfært á 30 millj. Mis- munurinn á 100 millj. og 30 millj. var færður til eignar sem fiskveiði- réttindi og afskrifaður 20% eða á fimm árum. Mismunur sem kynni að myndast á söluverði erlendis og bókfærðu verði verður færóur til gjalda eða tekna sem sölutap eða hagnaður. Dæmi 2: Nýstofnað útgerðarfélag með 30 millj.kr. hlutafé kaupir 220 tn bát ásamt kvótaréttindum á kr. 120 millj. Vátryggingarverð skips- ins er 90 millj. Skipið ferst. Bætur vegna skipaskaðans eru 90 millj., sem fara í að greiða áhvílandi skuldir. Útgerðin kaupir sambæri- legt skip án kvóta á 65 millj. Kr. 30 millj. er sölutap og gjaldfærist í bókhaldi. Samkvæmt þessu hefði eigið fé rýrnað um 30 millj. Spurn- ing er hvort réttara væri að færa kr. 30 millj. sem kvótakaup, þannig rýrnar eigið fé ekki og kvótinn færist að sjálfsögðu yfir á nýja skipið. Dæmi 3: Skip A keypt á 20 millj. með aflakvóta. Annað skip (B) keypt á 5 millj. án aflakvóta. Aflakvóti færður af skipi A yfir á skip B. Skip A úrelt og fengnar bætur kr. 2 millj. í bókhaldi félagsins var mis- munurinn á kaupverði og úreld- ingarverði kr. 18 millj. færður á skip B og afskrifaður með skipinu með 8% afskrift á ári. Dæmi 4: Skip ásamt aflakvóta keypt á 10 millj. Skipið úrelt, kvóti færður á annað skip. Aflakvóti afskrifaður á 2 árum eða eins og kveðið er á í gildandi lögum um fiskveiðistjórn- un. Höfundar eru löggiltir endurskoðendur. Tilkynning frá Beitunefnd Beitunefnd hefur ákveðið verð á beitusíld, frystri á haustvertíð 1989. Verðið er miðað við að beitan sé fryst í öskjum og afhent á bíl eða við skipshlið. Verð, fryst síld, hvert kg kr. 27,50. Reykjavík, 18. des. 1989. BEITUNEFND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.