Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 31

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 31
12/89 ÆGIR 647 Samningar viö Evrópubanda- lagið 48. Fiskiþing leggur áherslu á þá ófrávíkjanlegu forsendu fyrir samningum við Evrópubandalagið að íslendingar stjórni einir nýtingu auðlinda í fiskveiðilandhelgi sinni og á landgrunni. Krafist verði niðurfellingar styrkja EB og aðildarlanda þess til fiskveiða og sjávarvöruframleiðslu sem er í beinni samkeppni við okkur og að tollmúrar nái ekki til sjávarafurða. Áhersla verði lögð á sérstöðu íslendinga, vegna smæðar þjóðar- innar og einhæfni atvinnulífsins. Tekið er undir þá skoðun að íslendingar taki virkan þátt í við- ræðum EFTA við EB þar sem líkur séu meiri á að árangur náist á þeim vettvangi um fríverslun með fisk, heldur en í tvíhliða viðræðum íslands og EB. Siglingarálag á loðnu Ekki skal reiknað álag á loðnu sem seld er erlendis úr loðnuskip- um. Þróunarsjóður 48. Fiskiþing hvetur til að komið verði upp þróunarsjóði í sjávarútvegi sem stuðli að nýjungum og framförum í grein- inni. Lagt er til að sjóðurinn komi í stað Fiskimálasjóðs, verði sjálf- stæð deild innan Fiskveiðasjóðs íslands og fjármagnaður af honum. Verðlagsráð 48. Fiskiþing leggur til að Verð- lagsráð sjávarútvegsins starfi áfram. jafnframt er hvatt til þess að lög um fiskmarkaði sem ganga úr gildi nú um áramót verði sett til frambúðar. Verðjöfnunarsjóður 48. Fiskiþing leggur til að Verð- jöfnunarsjóður fiskiðnaðarins verði lagður niður. Nú er Ijóst að hin afleita afkoma í sjávarútvegi mun þýða að nýta þarf allan afkomubata í greininni til að greiða niður skuldir og treysta undirstöðu fyrirtækjanna. Til lengri framtíðar litið verður hins vegar að búa svo um hnútana að fyrirtækjum verði gert kleift að stofna jöfnunarsjóði í rekstri sínum er komi að raunverulegum notum. Reikningar Fiskifélags íslands 48. Fiskiþing leggur til að reikn- ingar Fiskifélags íslands 1988 verði samþykktir eins og þeir liggja fyrir. Fiskiþing vill enn á ný minna á þýðingu starfa Fiskifélagsins fyrir stjórnvöld. Bent er á hið ódýra og vandaða kerfi umboðsmanna um land allt og ómetanlegar upplýs- ingar sem birtast í útgáfu félagsins. Fiskiþing þakkar fiskimálastjóra og starfsfólki Fiskifélagsins heilla- drjúg störf og góðan árangur við hagræðingu og aðhaldsaðgerðir sem mætt hafa skertum fram- lögum fjáveitingarvaldsins. Afkomumál 48. Fiskiþing ályktar að meðan ekki er komið böndum á verð- bólguna hér á landi til samræmis við það sem hún er í helstu við- skiptalöndum okkar geti enginn heilbrigður rekstur þrifist hér. Efnahagsstefna undanfarinna ára hefur verið sjávarútvegi fjand- samleg. Afleiðing þess hefur undanfarið birst í greiðslustöðvun- um, gjaldþrotum, ört vaxandi atvinnuleysi og byggðaflótta. Eigið fé sjávarútvegsins er nánast þrotið og getur greinin nú ekki staðið undir jafn góðum lífskjörum í landinu og áður. íslenska þjóðin á kröfu á því að stjórnvöld snúi við blaðinu og viðurkenni þá augljósu staðreynd að efling sjávarútvegsins er for- senda framfara í íslensku þjóðfé- lagi. Skuldbreytingar þær sem hafa verið gerðar m.a. í gegn um Atvinnutryggingarsjóð útflutnings- greina voru án efa til bóta. Þær nægðu hins vegar ekki og enn sækir í sama horfið. Því þarf fisk- vinnsla og útgerð að fá skilyrði til að hagnast nægilega til þess að standa í skilum. í því sambandi minnir 48. Fiskiþing á að nauð- synlegt sé að: 1. Jöfnuður verði í viðskiptum við útlönd. 2. Ríkissjóður verði rekinn halla- laus, rekstrarútgjöld ríkisins lækkuð og lánsfé til þjónustu- framkvæmda haft í lágmarki. 3. Ákvörðun um gengisskráningu verði tekin á efnahagslegum forsendum en ekki pólitískum. Frelsi í gjaldeyrisviðskiptum verði aukið. Hætt verði að nota gengi ísl. krónunnar til þess að falsa lífskjör í landinu. 4. Fjármagnskostnaður lækki, m.a. með dvínandi sókn hins opinbera inn á lánamarkaðinn. 5. Áfram verði unnið að skuld- breytingum sjávarútvegsfyrir- tækja við lánastofnanir og sjóði. 6. Enn frekari hagræðing þarf að vera í bankakerfinu er lækki óhóflegan rekstrarkostnað þess. Virðisaukaskattur Fiskiþing leggur áherslu á að þegar virðisaukaskattur verði tekin upp, sé þess gætt að greiðslubyrði íiskvinnslunnar verði ekki íþyngt vegna þessarar skattabreytingar. Fiskvinnslan fái innskatt sinn endurgreiddan ekki seinna en viku eftir að reikningur hefur verið gerður. Ályktun um framtíðartengsl kvóta og fjármagns Fiskiþing telur að við núverandi stefnumótun í fiskveiðistjórn sé jafnframt Ijóst að innan tveggja til þriggja ára þurfi að rjúfa þau tengsl sem eru milli veiðiheimilda og fjármagns í núverandi kerfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.