Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 35

Ægir - 01.12.1989, Blaðsíða 35
12/89 ÆGIR 651 hetur að mestu verið á pólitískum vettvangi og fjallað um aflakvóta einstakra byggðarlaga. Þá hefur orðið nokkur umræða um fisk- veiðistjórnun og stefnur í framtíð- inni. Hagsmunasambönd svo sem Fiskiþing, LÍÚ og sjómannasam- tök, svo og hópar á vegum Há- skóla íslands hafa fjallað um málið út frá veiðiþoli stofna og nýtingu þeirra. Við munum hér á eftir fjalla um málið út frá öðru sjónar- horni eða einungis velta fyrir okkur þeim reikningshaldslegu vandamálum sem upp kunna að koma. Skattaleg atriði Ekki finnast mörg atriði í íslenskum lögum um bókfærslu varðandi réttindi sem þessi. í gildandi lögum um tekju- og eignaskatt er ekki að finna beina umfjöllun um slík verðmæti. Ekki er að sjá að kvótaréttindi séu fyrn- anleg eign skv. 32. gr. laganna, en þar segir „Fyrnanlegar eignir eru varanlegir rekstrarfjármunir sem notaðir eru til öflunar tekna í atvinnurekstri eða í sjálfstæðri starfsemi og rýma að verðmœti við eðlilega notkun eða aldur. Þó mætti velta fyrir sér 5. tölulið 32. gr., en þar er flokkað sem fyrnan- legar eignir „Stofnkostnaður, svo sem kostnaður vegna skráningar fyrirtækis, öflunar atvinnu- rekstrarleyfa, kostnaður við til- raunavinnslu, nrarkaðsleit, rann- sóknir. öflun einkaleyfis og vöru- merkja.“ Velta má fyrir sér hvort að kvótakaupin, þ.e. þegar keyptur er veiðiréttur, geti talist öflun atvinnurekstrarleyfis, þar sem kvóti og veiðiheimildir eru forsendur þess að leyfilegt sé að stunda atvinnureksturinn í land- helgi íslands. Eins og kvótalögin eru uppbyggð, þá virðist skilyrði þess að hægt sé að kaupa framtíðar- kvóta að skipið, sem kvótinn fylgir, sé keypt í leiðinni. Það leiðir til þess að við það að færa framtíðarkvóta á skip þá þarf að úrelda annað. Sem dæmi má nefna að aðili kaupir 50 tn 40 ára gamalt tréskip með 200 tn. kvóta á kr. 20.000.000. Hann færir kvótan á annað skip sem hann á og úreldir að því búnu gamla tré- skipið. Fyrir það fær hann kr. 3.000.000 úr úreldingasjóði og fyrir sölu á tækjum. Sölutap (skattalegt) virðist vera kr. 17.000.000. Eins og þessi upp- bygging er þá er spurning hvort ástæða sé til að velta fyrir sér eignfærslu kvóta í skattalegu til- liti, þar sem hann er ávallt bundin skipi og færsla hans yfir á annað skip myndar því hugsanlega sölutap, sem gjaldfærist á söluári (þ.e. því ári sem úrelding á sér stað). Annað væri upp á ten- ingnum ef framsal framtíðarkvóta væri frjálst og ekki bundið skipi. Ekki má útiloka að slík skipan mála verði í framtíðinni. Þá er komið upp viðbótarvandamál með eignfærslu á þessum rétt- indum og hvort um sé að ræða íyrnanlega eign eða ekki. Um mat skattskyldra eigna er fjallað í 74 gr. skattalaga. í 7. tölulið 74. greinar segir að „rétt- indi til stöðugra tekna skal telja til eignar eftir því endurgjaldi sem hæfilegt væri fyrir þau í lok hvers árs. Skattstjóri getur metið verð þessara réttinda.". Velta má fyrir sér hvort þessi töluliður greinar- innar gæti náð yfir slík réttindi sem kvótaréttindi eru. Réttur veðhafa Eins og fram hefur komið getur verið um mikla óvissu um virði veðs að ræða fyrir veðhafa þegar skip eru seld. Sem dæmi má nefna ef skip eru seld með kvóta en kaupandi selur síðan sama skip þriðja aðila kvótalaust, eða með skertum kvóta. í slíkum tilfellum sem þessum verður viðkomandi skip nánast verðlaust þar sem tekjuöflunarmöguleikar skipsins til veiða falla niður við kvótasöluna. Menn hafa væntanlega í fæstum tilfellum gætt þess við útgáfu eftir- stöðvaskuldabréfa að tekið væri fram að skuld væri gjaldfallin ef veðið rýrnaði vegna tilfærslu kvóta. Þar sem slík skuldabréf eru oft rétt innan við eða jafnvel fyrir ofan tryggingarverð skipa, þá er Ijóst að kvótatilfærslur geta rýrt mjög rétt veðhafa. Sem dæmi má nefna eftirfarandi (þús. kr.): Dæmi um rýrnun veðs: Niðurrifsverð = 10.000. A selur B skip 1.1. á Útborgun Yfirteknar veðskuldir Útgefið skuldabréf til seljanda kr. 80.000 kr. 20.000 40.000 20.000 kr. 80.000 kr. 80.000 B selur C skipið 1.6. kvótalaust á B færir aðrar veðskuldir á annað veð. Skuldabréf A hvílir áfram á Útborgun til B kr. 25.000 kr. n 20.000 5.000 kr. 25.000 kr. 25.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.