Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1989, Side 36

Ægir - 01.12.1989, Side 36
652 ÆGIR 12/89 í þessu dæmi kemur berlega í Ijós hversu mjög veðið rýrnar við sölu á skipinu kvótalausu án þess að eigandi skuldabréfsins geti rönd við reist að því er virðist. Á þessu atriði er hins vegar tekið í frumvarpsdrögunum eins og áður er tekið fram og er það vel. Reikningshaldsleg vandamál Kaup á kvóta til lengri tíma hefur viðgengist í nokkrum mæli undanfarin ár. Þrátt fyrir að lögin um fiskveiðistjórnun falla úr gildi í árslok 1990 og ný lög hafi ekki verið samþykkt hafa menn keypt kvóta eins og um framtíðarréttindi sé að ræða. Aðilar treysta því að kvótaúthlutun verði með sama hætti og undanfarin ár og kvóti sem keyptur hefur verið og færður á viðkomandi skip verði ekki tek- inn af þeim aftur. Jafnvel harðir andstæðingar kvótakerfis við tak- mörkun veiða virðast hallast að því að kvótareglan verði áfram og margir þeirra kaupa því aflakvóta til lengri tíma eins og þeir framast geta. Fyrir okkur sem að reiknings- skilum starfa er málið því erfitt viðureignar, þar sem lögin um fiskveiðistjórnun falla úrgildi í árs- lok 1990. Við verðum þó að álykta sem svo að hin nýju frum- varpsdrög sem til umfjöllunar eru í þjóðfélaginu og hafa fengið, eins og að framan greinir, jákvæða umfjöllun hagsmunaaðila verði samþykkt á Alþingi þó einhverjar minniháttar breytingar geti orðið á drögunum. Flestir eru sammála um að fiskveiðum okkar verður að stjórna á einn eða annan hátt og því verður að ætla að í framtíðinni verði stjórnun á veiðunum. Efni þessa máls segir okkur það að hér sé í raun um framtíðarréttindi að ræða þó að formið gefi til kynna að rétturinn falli úr gildi eftir eitt ár. í þeim dæmum sem við munum taka hér á eftir um bókun á kvótaréttindum gerum viö ráð fyrir að rétturinn sé ótímabundinn. Við upphaf aflatakmarkana og fiskveiðistjórnunar var skipum úthlutaður kvóti á grundvelli stærðar skipa og veiðiárangri næstliðinna þriggja ára. Umræddum skipum sem fengið hafa áunnin kvóta fylgja engin viðbótaverðmæti frá því sem þau höfðu áður, fyrir reglur og lög um fiskveiðistjórnun. Annað mál er ef kvóti er keyptur til skips eftir að hinar nýju reglur tóku gildi. Þá myndast ný verðmæti sem fara skal með á annan hátt. Hér er verið að kaupa rétt sem ekki var til áður og er til lengri framtíðar. Þessi keyptu eignarréttindi þarf því að eignfæra í efnahagsreikningi. Hér stöndum við frammi fyrir því vandamáli að reikningshaldsleg meðferð kvótakaupa hefur fengið mjög takmarkaða umfjöllum, bæði í þjóðfélaginu almennt, og á meðal reikningshaldara. Teljum við orðið tímabært að þeir sem málið varðar í þjóðfélaginu taki þetta mál til meðferðar. Þess má geta að nefnd á vegum Félags lög- giltra endurskoðenda hefur þetta mál nú til umfjöllunar. Við eignfærslu á kvótakaup- unum má hugleiða hvort ekki sé rétt að telja þessi réttindi til eignar sem óendanleg réttindi sem ekki eyðast og eru því ekki fyrnanleg eign. Fiskveiðiréttindi eru réttindi sem ekki eyðast þó af sé tekið öfugt við t.d. námaréttindi. Þetta er miðað við að skynsamlega sé staðið að fiskveiðistjórnun og ekki sé gengið á stofninn. Ef á hinn bóginn er litið á að hér sé um fyrnanlega eign að ræða, koma til athugunar nokkur vanda- mál og þá aðallega hver afskriftar- tíminn á að vera og hvort afskrifað sé niður í 10% niðurlagsverð eins og algengast er eða niður í núll. Ef við skoðum reikningshald annarra þjóða svo sem reglur Efnahags- bandalagsins þá virðast þær gera ráð fyrir að keypt réttindi (conces- sions) séu afskrifuð á fimm árum. Þá má einnig gera ráð fyrir að upp- færa kvótakaupin og afskrifa á jafnlöngum tíma og afskriftatími þess skips sem kvótinn er tengdur, þar sem að samkvæmt reglunum verður kvóti að vera tengdur skipi. Einnig mætti hugsa sér að beitt verði einhverskonar flýtifyrningu vegna þess hve margt er óljóst um þessi réttindi, m.a. um gildistíma og að sjálfsögðu um magnið í sjónum, sem best hefur komið fram nú á síðustu dögum þegar loðnan hefur horfið og skip sem gátu gengið kaupum og sölum fyrir mánuði síðan á háu verði eru ekki lengur söluvara. Þrátt fyrir þessar vangaveltur um leiðir varðandi bókun þessara rétt- inda, þá teljum við það sjálfsagt og raunar nauðsynlegt að geta þess í skýringum með ársreikn- ingum fiskvinnslu og útgerðarfé- laga hversu mikil kvótaréttindi fylgja hverju skipi, alveg eins og getið er um bókfært verð og trygg- ingarverð þeirra. Mebferb kvótamála í öbrum löndum \ fiskveiðistjómun annarra þjóða er stjórnun veiða yfirleitt öðruvísi farið en hér á landi. Veiðiheimildir geta til að mynda verið bundnar löndum eða landshlutum eða einstökum skipum án heimildar til framsals. Reglur þær sem koma næst þeim sem við notum eru líklega þær sem í gildi eru á Nýja Sjálandi. Þar í landi var fiskveiðistjórnun komið á fyrir nokkrum árum þannig að áunnum réttindum var úthlutað til þeirra sem fiskveiðar höfðu stundað. Heimilt er að framselja réttinn til hvers sem er. Ekki er nauðsynlegt að eiga skip til kvóta- kaupa eins og hér er. Við þetta hefur myndast markaður með kaup og sölu á veiðiréttindum og skráð markaðsverð. í reiknings-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.