Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1990, Síða 8

Ægir - 01.02.1990, Síða 8
60 ÆGIR 2/90 Páll Bergþórsson: Loftslag og sjávarstaða Hækkun sjávarstöðu er eitt af því sem kann að verða afleiðing þess ef loftslag hlýnar vegna gróð- urhúsaáhrifa. Auk þess getur land- sig eða landris haft allmikil áhrif á sjávarhæð. Einn af þeim fyrstu sem skrifuðu um áhrif loftslags á sjávarmál var Sigurður Þórarinsson, árið 1940. Þá voru ýmsir farnir að veita því athygli, að loftslag var orðið hlýrra en gerst hafði síðan hitamælingar hófust. Jafnframt sáu íslenskir vís- indamenn, að jöklar voru farnir að minnka. Sigurður gerði sér Ijóst, að af þessu gat leitt hækkun sjávarborðs og í stórhug sínum réðst hann í að áætla, hvað bráðnun jöklanna á jörðinni gæti orðið til að hækka sjávarmáíið. Niðurstaðan var að þessi hækkun næmi meira en hálfum millimetra á ári, sem sagt meira en 5 senti- metrum á öld, eins og loftslagi var háttað. Á þeim 50 árum sem síðan eru líðin, hefur verið unnið úr miklum mælingum á sjávarstöðu víðs vegar í heiminum. Þetta hefur verið mikið vandaverk. Víða er landið að síga eða rísa af öðrum ástæðum, og fyrir því þarf að leið- rétta. Niðurstaðan hjá flestum er sú, að á síðustu öld hafi hækkað í sjónum um 10-14 sentímetra. Orsakirnar eru taldar aðallega tvær: Annars vegar að hafið hafi bókstaflega bólgnað vegna hlýn- unar, hins vegar bráðnun jökla bætt í sjóinn. Nokkuð greinir menn á um, hvor þessara þátta sé veigameiri. En af þessu er samt augljóst, að áætlun Sigurðar Þór- arinssonar hefur verið býsna nærri lagi, miðað við þau gögn sem voru tiltæk fyrir hálfri öld. Þeim sem kynntust innsæi hans og glöggskyggni kemur þó engan veginn á óvart, að honum skyldi takast svo vel þetta vandasama mat. Þeir sem helst hafa rannsakað hækkun sjávarmáls á síðasta ára- tug hafa flestir talið, að sjórinn hækki um 16—31 cm fyrir hverja gráðu sem lofthiti eykst á jörðinni, og þá er auðvitað átt við bæði suður- og norðurhvel. Nú spá því margir að tvöföldun gróðurhúsa- áhrifa sem gæti orðið á næstu 30- 50 árum, mundi hækka lofthitann 11/2 - 5V2 gráðu. Eftir því að dæma ætti að hækka í sjónum um svo sem 25-165 sentimetra á sama tíma. Þetta er býsna óviss niður- staða. En þær litlu athuganir sem ég hef gert á þessu máli, benda til, að hægt sé að komast nær hinu sama. Ég hygg að hækkun sjávar fyrir hverja gráðu, sem loftslag hlýnar, sé mun meiri en 16—31 sentímetrar, líklega rúmir40. Hins vegar tel ég, að sjórinn sé miklu tregari að taka við sér til hækkunar en áður hefur verið álitið. Tökum sem dæmi að loftslag hlýni um eina gráðu og haldi þeim hita í langan tíma. Þá tæki það að mínu áliti 35 ár, að sjávarhækkun næði helmingi endanlegrar hækkunar. Hér er ekki hægt að fara nákvæmlega út í hvernig þessi niðurstaða er fengin. Þó skal tekið 7. mynd. Sjá texta

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.