Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1990, Side 20

Ægir - 01.02.1990, Side 20
72 ÆGIR 2/90 Cott hal í dragnótina. fiskvinnslu sem hingað til hafa ekki verið fyrir hendi. í raun gætu skapast skilyrði til að lyfta sjávar- útvegi Cabo Verdebúa á nýtt og þróaðra framleiðslustig ef vel tekst til með framhald botnfiskveið- anna, eins og stefnt er að í annarri þjóðhagsáætlun Cabo Verde. Hver er framtíð Cabo Verde? Hvert stefnir þjóð eins og Cabo Verde sem býr við slík lífsskilyrði að hún fær vart þrifist? Cetur hún bjargast án hjálpar? Hvað hugsar fólkið? Vill það burt eða sér það framtíð sinni og sinna barna borgið á Cabo Verde? Margir leita burt í von um betra líf og betri afkomu annarsstaðar. En þeir gleyma ekki uppruna sínum og snúa á endanum aftur. Cabo Verdebúar líta á sig sem sjálfstæða þjóð í eigin landi sem á framtíð fyrir sér. Þeir hafa varðveitt póli- tískt sjálfstæði sitt í hartnær fimmtán ár, þrátt fyrir miklar þrengingar og vinna hörðum höndum að efnahagslegu sjálf- stæði í samvinnu við vinveittar þjóðir. Þar hafa íslendingar lagt hönd á plóg. Fiskveiðar á Cabo Verde skipta sköpum fyrir hag fólksins. Þær má auka verulega með eflingu smábátaútgerðar til fæðuöflunar fyrir landsmenn og útgerð stærri báta til að afla fisks til útflutnmgs. Vaxtarmöguleikarnir eru ef til vill ekki stórfelldir en nægja samt. Eftil vill kemurað því um síðir að Cabo Verdemenn hefja frekari sókn á fjarlæg mið. Þar eru miklir vaxtarmöguleikar eftir að fiskveiðar heima fyrir hafa verið efldar. Það er í raun ótrúlega margt líkt með Cabo Verde og Færeyjum. Hvorutveggja eru smá- þjóðir sem búa á dreifðum og harðbýlum eyjum, umkringdar næstum óendanlegu hafi. Færey- ingar hafa fullnýtt sín fiskimið og hafa um árabil sótt fisk f fiskveiði- lögsögu flestra nágrannaríkja sinna og notið þannig skilnings frænda og vinaþjóða á sérstöðu sinni. Margt bendir til að Cabo Verde-menn geti fetað sig inn á líkar brautir þegar fram líða stundir. Framtíðina sjáum við mennirnir aðeins að litlu leyti, sem betur fer. Framtíð Cabo Verde er óráðin eins og framtíð okkar allra. Fólkið á Cabo Verde lifir í voninni um betri tíð með blóm í haga. Það miðar sínar áætlanir við það og vinnur að því að nýta allt sem að gagni getur komið til framþróunar þjóð- félagsins þar. Örlitlar hagstæðar loftslagsbreytingar gætu gjörbylt lífsskilyrðum á Cabo Verde á skömmum tíma. Aukin þekkingog færni á öllum sviðum, ekki síst í sjávarútvegi, getur stórbætt lífs- skilyrði á Cabo Verde á skömmum tíma. Framlag íslendinga til þró- unar fiskveiða á Cabo Verde hefur þokað þeim fram á við. í verkefninu var tekist á við að ryðja nýrri grein braut. Veiðar, vinnsla og sala fiskafurða á fjar- læga markaði er framtíðaratvinnu- grein í sjávarútvegi á Cabo Verde. Með samstilltu átaki allra aðila tókst að ná tökum á verkefninu og finna forskriftina að því hvernig best yrði staðið að því að nýta botnlægan fisk við Cabo Verde. Höldum starfinu áfram og látum ekki hér staðar numið, við erum á réttri leið. Höfundur er fyrrverandi verkefnisstjóri á Grænhöfðaeyjum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.