Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1990, Page 23

Ægir - 01.02.1990, Page 23
2/90 ÆGIR 75 Einnig er mikilvægt að færibönd ker séu hönnuð þannig að lítil hætta sé á að fiskur fari niður á þilfar. Rétt og vönduð blóðgun er einnig grundvallaratriði, það kernur niður á nýtingunni um leið °g einhverju er ábótavant þar. Vfirvigt er einnig mjög mikið atriði og raunar engu minna en nýtingin. Það kemur eins út í sambandi við afkomu skipanna, laun sjómanna og útreikning á kvóta hvort að fisk er hent í sjóinn eða hvort kaupandinn fær hann ókeypis. Það er þó hugsanlegt að yfirvigt komi að einhverju leyti fram í mismuni á verði. Áhrif nýtingar á afkomu Þegar fiskveiðum er stjórnað með kvótakerfi eins og nú er háttað hlýtur það ávallt að vera markmiðið að ná kvótanum með sem mestum hagnaði. Það er á sem stystum tíma til að minnka útgerð- arkostnaðinn og einnig til að hækka hásetahlutinn. Það eru þrjár leiðir að þessu; 1. Auka veiði á úthaldsdag. 2. Bæta nýtingu. 3. Vinna dýrari afurðir. Nú er það svo að þessar þrjár leiðir stangast að einhverju leyti á þar sem aukin veiði þrýstir á meiri afköst heldur en mannskapurinn ræður við og því minnkar nýtingin og/eða unnið er í ódýrari pakkn- ingar. Á mynd 3 koma fram áhrif mis- munandi nýtingar á aflaverðmæti á sólarhring miðað við mismun- andi afköst. Það er hins vegar svo að aukin nýting kemur upp að vissu marki ekki niður á afköstum og þau geta jafnvel aukist, þar sem aukin nýting kemur oft til vegna færri handtaka. Þetta er oftar en ekki spurning um þjálfun og umhirðu fiskvinnsluvélanna. Hnífs- brögðin eru nú yfirleitt jafn mörg hvort sem mikið eða lítið er skorið frá og oftast færri eftir því sem minna er skorið. Ef togari hefur 2000 tonna þorsk- kvóta og afurðirnar skiptast í 20% roðlaust og beinlaust, 40% roð- laust með beinum og 40% með roði og beinum, jafngildir það 836 tonna kvóta af flökum miðað við stuðla síðasta árs, sjá mynd 4. Ef þessi togari yki nýtinguna um 1%, úr 40% í 41% þá þarf hann að veiða 51 tonn minna af slægðum fiski eða 60 tonn af óslægðum, sjá mynd 5. Þetta samsvarar tæpum 5 úthaldsdögum fyrir togarann miðað við 12.8 tonn á úthaldsdag sem var meðaltal árið 1988. Þessi tala getur verið mun hærri í einstaka tilvikum. Mynd 4. Afli bak við 2000 t. kvóta 2000 tonna kvóti miðaður við 41.8% meðalstuðul fydr allar pakkningar. Mynd 5. Áhrif 1 % aukningar í nýtingu aflaminnkun m. v. 2000 t. kvóta _ tonn 70 |--- 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 % nýting

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.