Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1992, Page 6

Ægir - 01.09.1992, Page 6
446 ÆGIR 9/92 Erlingur Hauksson: Sela- og fiskstofnar og fiskveiðar í Norður-A tlantshafi Inngangur Það er ýmsum vandkvæðum háð að meta afrán sela og annarra sjávarspendýra í fiskstofnum, þó að slík vitneskja sé mikilvæg fiskveiðiþjóð eins og Is- lendingum. Slíkt mat, í tonnum og fjárupphæðum, á áhrifum neyslu sjávarspendýra á fiskveiðarnar er einnig mjög illa séð af öfgakenndum dýra- og nátt- úruverndarsamtökum, eins og Grænfriðungum, sem líta á sjávarspendýr sem heilagar kýr. Ymist heyrast frá þeim staðhæfingar um það að hvalir og selir éti ekki nytjafiska og hafi ekki áhrif á veiðanlega fisk- stofna, eða mótsögn þessa, þ.e.a.s. takmarkaða verði fiskveiðar svo sjávarspendýr fái nóg að éta. í þessari grein ætla ég að leggja mat á neyslu sela á sjávarfangi í Norður-Atlantshafi út frá fyrirliggjandi gögnum og leiða líkur að verulegri samkeppni þeirr‘ við fiskveiðarnar. Um fimm tegundir sela í Norður-Atlantshafi er tic ræða sem eru fiskætur: landsel, vöðusel, hring^ nóra, blöðrusel og útsel. Kampsel og rostung sleppt því þessar tegundir hreifadýra nærast aóalieb' á hryggleysingjum á hafsbotni. Selategundir Landselur - Phoca vitulina ^ Landselur (1. mynd) er dreifður vítt og breitt , strendur Evrópu, íslands, Grænlands, frá Labrado^ Kanada til austurstrandar Bandaríkjanna (2. mV1 ^ Hámarkslengd landsela er 195 cm, hámarksþVU Tafla 1 Selir í Norður-Atlantshafi, fjöldi, meðalþyngd, fæðuþörf, neysla af sjávarfangi og aðalfæða. Einnig heildarafli sjávarfangs úr Norður-Atlantshafi 1988. Meðal- Fæðuþörf Selir Stofnstærö þyngd (kg) miðaö við líkamsþunga Neysla í tonnum Helstu fæðutegundirnar ^— Vöðuselur 3.000.000 110 5% 5.000.000 Síld, loöna, flatfiskur, þorskfiskar, smokkfiskur og krabbadýr — Hringanóri 4.000.000 75 4% 4.000.000 Þorskfiskar og sundkrabbar Blöðruselur 400.000 195 6% 1.500.000 Karfi, síld, þorskur, lúða, smokkfiskur og kolkrabbi ——" Landselur 450.000 85 4% 500.000 Þorskfiskar, síld, flatfiskar, síli, loðna og botnkrabbar ___— Útselur 200.000 175 4% 500.000 Þorskfiskar, síld, flatfiskar, síli, hrognkelsi, marhnútar og botnkrabbar Alls 11.500.000 Fiskafli í Norður -Atlantshafi 1988 13.553.700

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.