Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1992, Page 10

Ægir - 01.09.1992, Page 10
450 ÆGIR 9/92 Að lokum er fróðlegt að líta á samspil sílis - þorsks - sela. Síli er ekki veitt við ísland svo heitið geti, en það er mjög mikilvæg fæða fyrir seli, hvali og sjó- fugla. Auk þess sem þorskur og aðrir fiskar éta það í miklum mæli. Selir og þorskar eru í samkeppni um sílið. Fjölgun í selastofnunum veldur að öllum líkind- um minnkun á sílisstofninum og magni sílis sem þorskurinn getur náð í. Þetta kæmi niður á þorskveið- unum ef selirnir leystu ekki málið frá sínum bæjar- dyrum séð með því að éta samkeppnisaðila þorsk- anna. Þetta skaðar þorskveiðarnar náttúrulega mikið. Hér hefur þó náttúran gefið tóninn til lausnar vand- ræðum þeim sem selir og önnur sjávarspendýr valda. „Þú skal éta þá sem eru í samkeppni við þig um fæðuna." Það er erfitt að meta nákvæmlega áhrif afráns sela á veiðar nytjastofna. Fjölstofnalíkön og fjölstofna- rannsóknir eru nauðsynlegar í þessu sambandi. Öfl- un gagna svo slík líkanasmíði sé möguleg er dýr og tekur tíma. En ef svara skal þeim spurningum sem al- menningur og sjómenn spyrja um þessar mundir þarf að beita fjölstofnalíkönum sem tengja saman sjávarspendýrin, nytjafiskana og fiskveiðarnar (7. mynd). 5. mynd Útbreiðsla útsels. Tveir aðalstofnar finnast í Norður-Atlantshafi. Vesturstofn, sem kæpir í janúar til mars, og austurstofn sem kæpir í september til desember. Athyglisvert er að Eystrasaltsstofninn kæpir á sama tíma og vesturstofninn.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.