Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1992, Síða 50

Ægir - 01.09.1992, Síða 50
490 ÆGIR 9/92 Fremst s.b.-megin er dælurými, þá netageymsla, dælurými, og aftast ísgeymsla, ísvélarklefi og skor- steins- og stigahús. B.b.-megin eru íbúðir aftur fyrir miðju, dælurými þar fyrir aftan og aftast skorsteins- og stigahús. Vörpurenna kemur í framhaldi af skut- rennu og greinist hún í fjórar bobbingarennur, sem liggja í gangi fram að stefni, þannig að unnt er að hafa tvær vörpur undirslegnar og tilbúnar til veiða. Yfir afturbrún skutrennu eru toggálgar, en yfir fram- brún skutrennu er pokamastur, sem gengur niður í síðuhús aftast á efra þilfari. Toggálgapallur er yfir skutrennu. Neðra hvalbaksþiIfar (bakkaþiIfar) er heilt frá stefni aftur að miðju, en þar greinist það í tvennt og liggur meðfram báðum síðum aftur að pokamastri s.b.- megin, en b.b.-megin aftur að dælurými. Á neðra hvalbaksþiIfari (bakkaþiIfari) er lokuð yfirbygging frá stefni aftur að skipsmiðju, en í henni eru íbúðir á- samt geymslu fremst. Aftast á efra hvalbaksþilfari (bátaþilfari) er íbúðar- hæð með andveltigeymi fremst, og brú yfir íbúðar- hæð. Framan við yfirbyggingu á bátaþilfari er hús fyrir akkerisvindu með uppgangi. Á brúarþaki er rat- sjár- og Ijósamastur, og aftan við brú er mastur fyrir hífingablakkir. Vélabúnaður: Aðalvél skipsins er frá Wártsilá Vasa, átta strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkælingu, sem tengist tveggja hraða niðurfærslugír, með innbygg^rl kúplingu, og skiptiskrúfubúnaði frá Wártsilá - Wi^1 mann. I skipinu er búnaður til svartolíubrennsl11' seigja allt að 600 sek R1. Tæknilegar upplýsingar (aðalvél með skrúfubúnaði): Gerð vélar........... Afköst............... Snúningshraði........ Gerð niðurfærslugírs.. Niðurgírun........... Gerð skrúfubúnaðar.. Efni í skrúfu........ Blaðafjöldi.......... Þvermál.............. Snúningshraðar....... Skrúfuhringur........ 8R32D 3000 KW (4076 hö) 750 sn/mín SCV 840/2-P550 5.789:1/7.068:1 9PR4-12DS3 NiAl-brons 4 3800 mm 129.5/106.1 sn/mín Wichmann Séð fram eftir togþilfari. Ljósmyndir með grein: Tæknideild / JS.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.