Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1992, Blaðsíða 16

Ægir - 01.10.1992, Blaðsíða 16
512 ÆGIR 10/92 kvæðinu að hluta til ársins 1993 og samkvæmt samkomulaginu skal öllum opinberum styrkjum við sjávarútveg aðildarríkjanna, sem áhrif hafa á samkeppnisstöðu atvinnugreinarinnar hætt fyrir 31. desember 1993. Útflutningur sjávarafurða frá ís- landi til annarra EFTA-ríkja hefur ekki verið verulegur og tollar á sjávarafurðum í hinum EFTA-ríkj- unum hafa verið lágir og hafa ekki þótt alvarleg hindrun í vegi ís- lenskra útflytjenda. Fyrst og fremst hefur verið litið svo á að fríversl- unarsamkomulag EFTA hafi haft gildi fyrir íslendinga í viðræðum EFTA og EB um EES vegna þess fordæmisgildis sem það hefur. EFTA-ríkin hafa nú gert fríversl- unarsamninga við Tyrkland, Tékkóslóvakíu og ísrael og við- ræðum við Pólland er svo gott sem lokið. Allir þessir samningar tryggja frjálsan aðgang íslenskra sjávarafurða að þessum mörkuð- um. EES-sjávarútvegsmálin í ræðu minni á síðasta Fiski- þingi fjallaði ég ítarlega um áhrif EES-samningsins á sjávarútveginn hér á landi og læt því nægja að víkja stuttlega að honum hér. í upphafi samninga EFTA og EB um Evrópskt efnahagssvæði settu EFTA-ríkin sér það markmið að koma á fríverslun með sjávaraf- urðir á Evrópska efnahagssvæð- inu, þ.e. fullu tollfrelsi og afnámi opinberra styrkja. Evrópubanda- lagið var hins vegar staðráðið í því að ná fram aðgangi að fiski- miðum gegn aðgangi að mörkuð- um. Niðurstaða þessa ágreinings EFTA og EB er eins og kunnugt er að Evrópubandalagið féllst á tollalækkanir án einhliða aðgangs að auðlindinni við Island. Jafn- hliða EES-samkomulaginu verður síðan gerður sérstakur samningur um skipti á jafngildum veiðiheim- ildum, þar sem íslendingar láta bandalaginu í té karfakvóta og fá í staðinn loðnukvóta. Aðalsamningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tekur ekki til við- skipta með fisk og sjávarafurðir. Sérstakt samkomulag þar um var gert, svokölluð bókun 9. Sam- kvæmt henni verður veruleg breyting á tollum Evrópubanda- lagsins á sjávarafurðum frá EFTA- ríkjunum. Tollarnir verða eftir sem áður nokkuð misjafnir, eftir því hvaða EFTA-ríki á í hlut, vegna þess að áfram verða í gildi þeir samningar sem einstök ríki EFTA höfðu fyrir við bandalagið. Stærsti hluti tollanna fellur niður, um 76% strax við gildistöku samningsins í byrjun næsta árs, og 96% þegar samningurinn tekur að fullu gildi árið 1997. Miðast þessar breytingar við samsetningu útflutningsins eins og hann var árið 1991. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið mun skapa okkur nýja og betri samkeppnisstöðu gagnvart matvælaframleiðendum í ríkjum utan efnahagssvæðisins og gagnvart samkeppnisaðilum innan bandalagsins. Tollar banda- lagsins verða ekki alvarleg við- skiptahindrun fyrir íslenska útflytj- endur eftir að samningurinn tekur gildi að fullu og mun þróun fisk- vinnslunnar hér á landi því ekki ráðast af tollastefnu EB, heldur markaðsaðstæðum hverju sinni. Fyrir utan lækkun á tollum náð- ist árangur á öðrum sviðum sjáv- arútvegsmála. Samkvæmt lögum um fjárfest- ingar erlendra aóila í atvinnu- rekstri hér á landi, mega ein- göngu íslenskir ríkisborgarar sem eiga lögheimili hérlendis og lög- aðilar sem eiga heimili hér á landi og eru að öllu leyti í eigu ís- lenskra ríkisborgara, stunda fisk- veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands. Sömu skilyrði gilda að því er varðar frumvinnslu sjávarafurða. Fyrirvari íslendinga um fjárfest- ingar útlendinga í útgerð og frurn- vinnslu sjávarafla náði þanmg fram að ganga og þarf því ekki að breyta þessum lögum. í 1. viðauka landbúnaðarkatla samningsins er samið um að IS' land skuli aðlaga reglur sínar um meðferð sjávarafla og eftirlit meö framleiðslu og niarkaðssetningu þeirra og gera sanibærilegar vi nýjar heilbrigðisreglur Evrópu- bandalagsins. Augljóst er aó b' land hefði, hvað sem líður samn' ingi um Evrópskt efnahagssvæðim orðið að fullnægja þeim kröfum um heilbrigði og hreinlæti sem gerðar eru á markaðssvæðinu. í þessari nýju tilskipun EB e[ geróur skýr greinarmunur á Þvi hvort fiskur er framleiddur af fyrir' tækjum sem starfa innan EB eo utan þess. Líklegt er að reglum verði harðar beitt vegna eftirlit5 og upplýsingaskyldu varðan 1 þau fyrirtæki sem starfa utan bandalagsins. Samningsaðilar munu koma ser saman um að nýskipan EB þessu málasviði skuli gilda á o EES-svæðinu. Það hefur mi kla þýðingu að íslensk fyrirtæki l°sna við viðamikið erlent eftirlit og ut gáfu vottorða sem ella þyrftu a fylgja hverri sendingu. Lokaorð . Engum blöðum er um Þar) aC fletta að samningurinn um E^r ópska efnahagssvæðið er liaS felldur fyrir íslenskan sjávarútveg- Hann leysir ekki allan van a' hann felur ekki sjálfkrafa 1 se^ tekjuauka. Samningurinn ge okkur á hinn bóginn betri sam keppnisskilyrði. Hann tryggir 0 ur að mestu svipaða stööu helstu samkeppnisþjóðirnar m á mikilvægasta markaði okkai ^ Evrópu og hann opnar ýmsa [A' möguleika í vöruþróun og nia aðssetningu. Það eru þessi t® ú færi sem geta lagt grunn að 'A sókn í íslenskum sjávarútvegi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.