Ægir - 01.10.1992, Blaðsíða 32
528
ÆGIR
10/92
Friðrik Friðriksson:
Afkoma fiskiskipa
árið 1991
Rekstraryfirlit 1991
Afkoma útgerðar var nokkuð
verri á síðasta ári (1991) en árið
áður, sem var útgerðinni hagstætt.
Aðalskýringin er minni veiði.
Þannig var t.a.m. um 15.9%
hækkun á meðalverði á þorski á
fiskmörkuðum. Hækkun meðal-
verðs á þorski úr gámum var mun
minni. T.d. hækkaði meðalverð á
þorski úr gámum um tæp 6%.
Þetta eru miklu minni verðhækk-
anir en árið áður. Verðlagsþróun
innanlands var fremur hagstæð,
þannig hækkaði framfærsluvísital-
an um 7.2%, lánskjaravísitalan
um 7.6%. Óverulegar breytingar
urðu á gengi gjaldmiðla. Þannig
hækkaði meðalgengi $ um 0.4%
á árinu 1991 en SDR um 1.28%.
Uppgjör fyrstu 6 mánuði þessa
árs sýna að afkoma fer ört versn-
andi og er það aðallega vegna
minnkandi afla. Bátar 21-200 brl.
voru reknir með um 14.5% hagn-
aði fyrir afskriftir og fjármagnsliði
á síðasta ári, á móti 16.3% hagn-
aði árið áður.
Minni ísfisktogarar voru einnig
nokkuð slakari, en alls skiluðu
þeir um 17.2% hagnaði fyrir af-
skriftir og fjármagnsliði á árinu
1991, en 19.9% árið áður. Stærri
ísfisktogarar sýndu mun slakari af-
komu eða tæplega 15% vergan
hagnað en 21.2% árið áður. Af-
koma frystitogara var svipuð,
þannig sýndu stærri frystitogarar
um 25% hagnað fyrir afskriftir og
fjármagnsliði en þeir minni um
26%. Hinsvegar er afkoman mun
verri eftir afskriftir og fjármagns-
kostnað. Þannig nam hagnaður
minni frystitogara 4% og þeirra
stærri 6%, en árið áður 18-19%.
Aflabrögð margra frystitogara hafa
versnað og sömuleiðis hefur afla-
kvóti þeirra minnkað. Aukin
kvótakaup, gjaldfærð á árinu gera
afkomuna verri en ella. Það sem
af er árinu 1992 hefur enn sigið á
ógæfuhliðina varðandi afkoniu-
mál útgerðar. Má þar einkum
nefna aflaleysi, auk þess sem
dregið hefur úr fiskverðshækkun-
um.
Rekstraryfiriit eftir
stærðarfiokkum
Hér á eftir verður gerð grein fyr-
ir afkomu einstakra stærðarflokka
á árinu 1991.
Vélbátar
10-20 brl.: Heldur fækkaði í
stærðarflokki þessum á síðasta ári
eftir fjölgun undangenginna ára.
Alls voru 198 bátar í stærðar-
flokki þessum árið 1991 en 213
árið 1990. Úrtak 33 báta eða
16.7% sýndi 16.8% vergan hagn-
að á árinu 1991 en um 21 % verg-
an hagnað árið áður. Heildartekj-
ur bátanna námu um 1.9 milljarði
króna. Meðaltekjur úrtaksskipa
hækkuðu um 19% á árinu 1991
samanborið við 26% hækkun
árið áður. ÚtgerðarkostnaðU
hækkaði hinsvegar um 24%.
21-50 brl.: Fækkun varð í þesSj
um stærðarflokki um eitt skip a
árinu, en alls töldust 80 bátar 1
flokknum, en 81 árið áður. Úrtak
36 báta eða 43.9% sýndi 16.3/1’
vergan hagnað árið 1991 ep 11111
17% árið áður. Meðaltekjur er
taksskipa hækkuðu um 18.3%, a
árinu 1991 en 19% árið áður. Út-
gerðarkostnaður hækkaði hins
vegar um 16.7%. Eftir fjármagns
kostnaðarliði sýndi afkoman L,n1
4.5% hagnað, en 12.4% árl
áður.
51-110 brl.: Heldur faekkaði '
þessum stærðarflokki líkt og un
anfarin ár. Alls töldust 111 SÚP (
þessum flokki. Meðal vergu
hagnaður um 52.3% úrtakssk'P
var um 12.9% en um 15% ar'a
áður. Meðaltekjur úrtaksskip
hækkuðu um 17.7%. Tap el 1
fjármagnsliði nam um 2.3%-
111-200 brl.: Fjölgun varð unl 1 '
flokki þessum en alls töldust ve
94 bátar í flokknum. Meðal ver^
ur hagnaður nam um 14.9% ar
1991 en um 17% árið áður.
altekjur hækkuðu um 9.4%^en
gerðarkostnaður um 11 -3%- ^ ^
teknu tilliti til fjármagnslióa og
skrifta nam tapið 3.6% eno
aður nam hinsvegar um 9% a
1990.