Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1992, Blaðsíða 60

Ægir - 01.10.1992, Blaðsíða 60
556 ÆGIR 10/92 REYTINGUR Ekvador U.þ.b. 100.000 tonn af eldis- rækju voru framleidd af eldis- rækjufyrirtækjum í Ekvador árið 1991. Þetta mun vera metfram- leiðsla. Eldisrækja nemur 95% af heildarrækjuútflutningi. Alls nam heildarrækjuútflutningurinn 78.789 tonnum að verðmæti 490 milljónum US$. Um 49.270 tonn voru flutt til Bandaríkjanna, aðal- lega sem fryst óskelflett rækja. U.þ.b. 29.318 tonn voru flutt til Evrópu, aðallega heilfryst rækja. Minna magn var einnig flutt út til austurlanda fjær. Oman Vegna þróunar fiskiðnaðar í Oman 1991-2000 hefur þarlend ríkisstjórn ákveðið að eyða 1 milljarði US$ vegna þróunar- átaks. Eftir olíu eru sjávarvörur þýðingarmesta útflutningsgreinin. Strandveiðar eru mikið stundaðar og er ofveiði á helstu tegundum. Samkvæmt upplýsingum sérfræð- inga er hámarksafrakstursgeta miðanna um 419.000 tonn á ári, en 300.000 tonn eru ekki nýtt. Þróunaráætlanir gera ráð fyrir auknu vægi á verðmætum fiskteg- undum eins og túnfiski. Víetnam Ibúar Víetnam voru 65 milljónir 1989. Samanborið við nágrannaþjóð- irnar er fiskneysla fremur lítil. Ár- leg neysla á íbúa nam 12,3 kg á níunda áratugnum miðað við 17-19 kg neyslu á sjöunda ára- tugnum. Víetnamar flytja út frystan, nið- ursoðinn og hertan fisk, en þeir flytja einnig út fisk með flugvélum í smáum stíl. Hinsvegar neyta þeir fersk fiskjar, herts og saltaðs. Vegna mikillar sóknar eru strandmið þeirra fullnýtt, en djúpsjávarmið eru ekki nýtt að fullu. Flotinn er í eigu nokkurra stórra ríkisfyrirtækja svo og vinnsla en í vaxandi mæli eru útgerð, vinnsla og markaðssetning einkavædd. Vinnslukostnaður er mjög lítill en rekstrarkostnaður, s.s. olía og viðhald, er tiltölulega hár. Tekjuskattur á hagnað er 20%, útflutningsskattur er 4% og 40% tollur á innflutt hráefni. Tilskip- anahagkerfi í Víetnam hefur breyst í markaðshagkerfi. Breytingar voru gerðar árið 1986 sem miðuðu að: 1. launa-og verðlagseftirliti, 2. valddreifingu til handa ríkis- fyrirtækjum, 3. nýrri löggjöf um fjárfestingu útlendinga, 4. leyfa fyrirtækjum í eigu ann- arra en ríkisins að starfa frjálst án mismununar, 5. auknu gjaldeyrisfrelsi fyrir ul flytjendur til þess að flytj3 'nn vélar og tæki auk þess að ,e 3 innlendum fyrirtækjum að s)a um eigin sölumál. Erlendar fjárfestingar eru litnar jákvæðum augum, sérstaklega 1 orkugeiranum, neysluvöruiðna ' hótel- og veitingageiranum, lan búnaði, skógarhöggi og fiskve1 um. II. n Alls voru leyfi gefin fyrir 2 fjárfestum 1991. - Möguleikar erlendra fjárfesta Víetnam geta verið á eftirtöldL,n sviðum: 1. Lindýraeldi. 2. Humarúrvinnslu. 3. Hörpudiskvinnslu. 4. Fisksjúkdómum. 5. Vatnaeldistækni. 6. Gæðaeftirliti. 7. Stjórnun. 8. Sjávarlíffræði. Úr víetnamskri fiskvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.