Ægir - 01.10.1992, Blaðsíða 60
556
ÆGIR
10/92
REYTINGUR
Ekvador
U.þ.b. 100.000 tonn af eldis-
rækju voru framleidd af eldis-
rækjufyrirtækjum í Ekvador árið
1991. Þetta mun vera metfram-
leiðsla. Eldisrækja nemur 95% af
heildarrækjuútflutningi. Alls nam
heildarrækjuútflutningurinn
78.789 tonnum að verðmæti 490
milljónum US$. Um 49.270 tonn
voru flutt til Bandaríkjanna, aðal-
lega sem fryst óskelflett rækja.
U.þ.b. 29.318 tonn voru flutt til
Evrópu, aðallega heilfryst rækja.
Minna magn var einnig flutt út til
austurlanda fjær.
Oman
Vegna þróunar fiskiðnaðar í
Oman 1991-2000 hefur þarlend
ríkisstjórn ákveðið að eyða 1
milljarði US$ vegna þróunar-
átaks. Eftir olíu eru sjávarvörur
þýðingarmesta útflutningsgreinin.
Strandveiðar eru mikið stundaðar
og er ofveiði á helstu tegundum.
Samkvæmt upplýsingum sérfræð-
inga er hámarksafrakstursgeta
miðanna um 419.000 tonn á ári,
en 300.000 tonn eru ekki nýtt.
Þróunaráætlanir gera ráð fyrir
auknu vægi á verðmætum fiskteg-
undum eins og túnfiski.
Víetnam
Ibúar Víetnam voru 65 milljónir
1989.
Samanborið við nágrannaþjóð-
irnar er fiskneysla fremur lítil. Ár-
leg neysla á íbúa nam 12,3 kg á
níunda áratugnum miðað við
17-19 kg neyslu á sjöunda ára-
tugnum.
Víetnamar flytja út frystan, nið-
ursoðinn og hertan fisk, en þeir
flytja einnig út fisk með flugvélum
í smáum stíl.
Hinsvegar neyta þeir fersk
fiskjar, herts og saltaðs. Vegna
mikillar sóknar eru strandmið
þeirra fullnýtt, en djúpsjávarmið
eru ekki nýtt að fullu.
Flotinn er í eigu nokkurra stórra
ríkisfyrirtækja svo og vinnsla en í
vaxandi mæli eru útgerð, vinnsla
og markaðssetning einkavædd.
Vinnslukostnaður er mjög lítill
en rekstrarkostnaður, s.s. olía og
viðhald, er tiltölulega hár.
Tekjuskattur á hagnað er 20%,
útflutningsskattur er 4% og 40%
tollur á innflutt hráefni. Tilskip-
anahagkerfi í Víetnam hefur
breyst í markaðshagkerfi.
Breytingar voru gerðar árið
1986 sem miðuðu að:
1. launa-og verðlagseftirliti,
2. valddreifingu til handa ríkis-
fyrirtækjum,
3. nýrri löggjöf um fjárfestingu
útlendinga,
4. leyfa fyrirtækjum í eigu ann-
arra en ríkisins að starfa frjálst
án mismununar,
5. auknu gjaldeyrisfrelsi fyrir ul
flytjendur til þess að flytj3 'nn
vélar og tæki auk þess að ,e 3
innlendum fyrirtækjum að s)a
um eigin sölumál.
Erlendar fjárfestingar eru
litnar
jákvæðum augum, sérstaklega 1
orkugeiranum, neysluvöruiðna '
hótel- og veitingageiranum, lan
búnaði, skógarhöggi og fiskve1
um.
II. n
Alls voru leyfi gefin fyrir 2
fjárfestum 1991. -
Möguleikar erlendra fjárfesta
Víetnam geta verið á eftirtöldL,n
sviðum:
1. Lindýraeldi.
2. Humarúrvinnslu.
3. Hörpudiskvinnslu.
4. Fisksjúkdómum.
5. Vatnaeldistækni.
6. Gæðaeftirliti.
7. Stjórnun.
8. Sjávarlíffræði.
Úr víetnamskri fiskvinnslu.