Ægir - 01.10.1992, Blaðsíða 14
510
ÆGIR
10/92
að fengnu sérstöku samþykki ís-
lenskra stjórnvalda.
Fulltrúar hagsmunaaðila í sjáv-
arútvegi tóku þátt í samningavið-
ræðunum um gerð samningsins
og hafa mælt með staðfestingu
hans. Samningurinn verður lagður
fyrir Alþingi til staðfestingar.
íslensk stjórnvöld tóku virkan
þátt í samstarfi við önnur ríki
vegna undirbúnings umhverfis-
ráðstefnunnar sem haldin var í
Ríó. Það verður að segjast að þeg-
ar fyrstu drög að ályktunum ráð-
stefnunnar bárust til landsins ollu
þau ákvæði sem vörðuðu fisk-
veiðar okkar miklum áhyggjum.
Þar voru í fyrirrúmi þau andnýt-
ingarsjónarmið sem hafa einkennt
störf sumra öfgahópa sem kenna
sig við umhverfismál. Allt stefndi í
sömu átt, hvort heldur voru á-
kvæði um nýtingu einstakra teg-
unda, notkun veiðarfæra eða
veiðiaðferðir almennt.
Til allrar hamingju tókst að
snúa þessari þróun við á undir-
búningsfundum ráðstefnunnar.
Þar var að þakka góðri samvinnu
umhverfis-, utanríkis- og sjávarút-
vegsráðuneytanna, hagsmunaað-
ila í sjávarútvegi og annarra sem
létu sig málið varða. í lokaskjali
Ríó-ráðstefnunnar er því sú meg-
inregla staðfest að allar auðlindir
hafsins beri að nýta á skynsam-
legan hátt.
í starfi á vettvangi umhverfis-
ráðstefnunnar studdu íslendingar
tillögur um viðbrögð við ofveiði á
úthöfum sem hefðu áhrif á fisk-
veiðar innan lögsögu strandríkja.
Þar áttust við annars vegar ríki
sem veiða fjarri heimaslóðum,
eins og ríki Evrópubandalagsins
og Japan og hins vegar ríki sem
telja sig hafa oróið fyrir tjóni af
völdum þessara veiða, eins og t.d.
Kanada og Nýja-Sjáland.
Á Ríó-ráðstefnunni var sam-
þykkt að boða til alþjóðaráð-
stefnu á vegum Sameinuðu þjóð-
anna í því skyni að takast á við
þessi vandamál. Islendingar hafa
tekið virkan þátt í undirbúningi
þessarar ráðstefnu, m.a. á sér-
fræðingafundi á vegum Matvæla-
og landbúnaðarstofnunar Samein-
uðu þjóðanna í síðasta mánuði.
íslensk sendinefnd tók einnig
þátt í fjölmennri ráðstefnu um
sjávarútvegsmál sem haldin var í
Cancun í Mexíkó í maí sl. í boði
þarlendra stjórnvalda. Á ráðstefn-
unni var samþykkt yfirlýsing um
ábyrga stjórn fiskveiða sem ætla
má að verði stefnumótandi fyrir
fiskveiðiþjóðir heims.
Eins og fyrri ár hafa hvalveiði-
mál verið ofarlega á baugi. Svo
sem alkunna er ákvað ríkisstjórn-
in að Island segði sig úr Alþjóða
hvalveiðiráðinu. Eftir að ráðið á-
kvað á fundi sínum 1982 að
stöðva hvalveiðar í atvinnuskyni
hefur komið æ betur í Ijós að
hagsniunir íslands fara ekki leng-
ur saman við þá stefnu sem er alls
ráðandi innan stofnunarinnar. Á-
kvörðun ríkisstjórnarinnar tók mið
af skýrslu nefndar sem ríkisstjórn-
in hafði skipað til að athuga ýrnsa
þætti varðandi hugsanlega ur'
sögn. Úrsögnin tók gildi 30. junl
1992 og var hún kynnt á ársfundi
hvalveiðiráðsins í Glasgow.
Á fundinum tilkynntu Norö-
menn að norsk stjórnvöld hefðu
ákveðið að heimila hvalveiðar i
atvinnuskyni á næsta ári, en
Norðmenn mótmæltu ákvörðu11
ráðsins um hvalveiðibann á s|n'
um tíma og voru því ekki bundmr
af henni.
Úrsögn íslands og ákvörðu'1
Norðmanna ollu fjaðrafoki meða
fundarmanna en umfjöllun t)01
miðla var mun skynsamlegri en
áður hafði tíðkast. Að mínu ma(l
skipti hér miklu máli niðurstaöa
Río-ráðstefnunnar. Segja má a
staða hvalveiðiráðsins sé lakari °8
áhrifamáttur þess minni nú el1
verið hefur.
Það var sérstakt fagnaðaretm
þegar ný samtök um verndun on
nýtingu sjávarspendýra í Norður
Atlantshafi, NAMMCO, vorU
stofnuð með samningi sem und1
ritaður var í Nuuk í apríl sl. Sto n
fundur samtakanna var haldinn
Þórshöfn í Færeyjum í síðasta
mánuði. Stofnaðilar eru Færeyjar'
Grænland, ísland og Noregur- s^
lensk stjórnvöld vænta góðs ^
starfi samtakannu, enda Ijóst a
svæðisbundið samstarf er v3S[^
legra til skynsamlegs árangurs e
það starf sem unnið hefur ver^
fram til þessa á vettvangi Alþl0
hvalveiðiráðsins.
Af þessu er Ijóst að margt he u_
áunnist í hvalveiðimálum °^ar^
þessu ári þótt ekki sé hægt ‘
segja að endanlegur sigur se^
sjónmáli. Það er nauðsynleg1 .
halda áfram á sömu braut í Þel
fullvissu að fyrr eða síðar mu
skynsamleg stefna hvað var
nýtingu auðlinda hafsins ver
°faná' , ., , vió
Af framansögðu ma sja ao