Ægir - 01.10.1992, Blaðsíða 30
526
ÆGIR
10/92
lagsþróum þannig að fjárbinding í
sjávarútvegi hefir í raun minnkað
þar sem eignir á föstu verði hafa
rýrnað um tæpa sex milljarða
króna á sama tíma og skuldir hafa
minnkað um rúma fimm milljarða
króna á milli áranna 1990 og
1991, á verðlagi ársins 1991.
Að einhverju leyti er hér um að
ræða greiðslur skulda umfram
tekin lán og afskriftir eigna en að
öðru leyti afskrifaðar skuldir og
sölu eigna til annarrar starfsemi.
Raunvaxtagreiðslur sjávarútvegs
virðast hafa verið ámóta árin
1990 og 1991 hvað varðar lán-
veitingar bankakerfis og fjárfest-
ingarlánasjóða, rétt um þrír millj-
arðar króna.
Reynt hefir verið að leggja mat
á raunvaxtagreiðslur sjávarútvegs
í heild og eru þær taldar hafa
Tafla 2 Eignir og skuldir fyrirtækja í sjávarútvegi árin 1986-1991 í milljörðum króna
Ár Eignir alls Skuldir alls Eigið fé Eigið fé verðlag 1991 Eiginfjár- hlutfall
1986 58,4 36,8 21,6 44,4 37,0%
1987 74,7 45,7 29,0 48,8 38,8%
1988 96,0 70,6 25,4 35,6 26,5%
1989 119,9 88,0 31,9 37,1 26,6%
1990 131,4 92,2 39,2 42,3 29,8%
1991 135,3 94,2 41,1 41,1 30,4%
verið um 4,5 milljarðar króna
árið 1990 en um fimm milljarðar
króna árið 1991 en nafnvextir
hafa verið um 9,7 milljarðar fyrra
árið en um 10,4 milljarðar síðara
árið.
Sé litið nánar á hvernig þessar
heildarvaxtagreiðslur skiptast Pa
er talið að vextir vegna lána ' ‘
eignarleigum hafi verið uni
150
milljónir króna alls árið 109 <
höfðu lækkað úr um 200 milljó11^
um króna frá árinu áður. Skipt'n^
vaxtanna var til helminga i inn
Mynd 3
Raunvextir af lánum til sjávarútvegs
Árlegir og þriggja ára meðaltöl
r/y/1 Arlíoib raunvbtw
URDALTAI. VATTA
%