Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1992, Blaðsíða 12

Ægir - 01.10.1992, Blaðsíða 12
508 ÆGIR 10/92 sjávarafurða og eftirlit með þeim að lögum. Fullyrða má að í frum- varpinu séu tekin stór skref í fram- faraátt. Opinbert eftirlit með veið- um og vinnslu færist til einnar stofnunar, Fiskistofu. Þetta ætti að leiða til hagræðingar og aukinnar skilvirkni hins opinbera eftirlits þar sem gæðasvið og veiðieftirlit vinna saman. Vinnslugreinar, eins og fiskimjölsframleiðsla, lagmeti og hluti fiskeldisins, munu nú heyra undir Fiskistofu, sem tví- mælalaust styrkir þessar greinar. Þá er í frumvarpinu fjallað um innflutt hráefni sem unnið er frek- ar hér á landi og síðan flutt út, en hvergi var gert ráð fyrir þeim möguleika í eldri löggjöf. Mikilvægasti hluti frumvarpsins er þó afdráttarlausar kröfur um innra eftirlit fyrirtækjanna, en þar er þess í raun krafist að íslensk fiskvinnslufyrirtæki og fiskiskip komi sér upp gæðakerfum. Þetta ákvæði mun, ef vel tekst til, beina fyrirtækjunum á braut nútíma gæðastjórnunar. Ftvarvetna í Evr- ópu keppast fyrirtækin við að koma sér upp gæðakerfum og fá þau vottuð og í Bandaríkjunum og Kanada standa stjórnvöld fyrir umbótum í sjávarútvegnum með notkun gæðakerfa. Mikilvægt er að íslensk fiskvinnslufyrirtæki vinni að þessum málum af fullum þunga. í lagafrumvarpinu er einnig að finna mjög mikilvægt nýmæli sem varðar öll sjávarútvegsfyrirtæki í landinu, en það er nýtt fyrirkomu- lag eftirlits með hreinlæti, búnaði og innra eftirliti fyrirtækja og skipa. Þessara daglegu þátta í starfsemi fyrirtækjanna munu sér- stakar skoðunarstofur, sem ekki eru í ríkiseign, líta til með í stað opinbers eftirlits áður. Opinbert eftirlit beinist því fyrst og fremst að starfi skoðunarstofanna og því að þær ræki skyldur sínar. Af einstökum málaflokkum á sviði gæðamála sem verið er að vinna að má nefna verkefni á veg- um Aflanýtingarnefndar þar sem unnið er að bættri meðferð afla um borð í fiskiskipum. Starfsemi hins opinbera og annarra hagS' munaaðila í sjávarútvegi í gæða- málum hefur fyrst og fremst beinst að landvinnslunni, enda hægust heimatökin þar. Samt ráðast örlög hráefnisins oftar en ekki fyrstu klukkustundirnar eftir að fískurinn veiðist. Gæði sem tapast vegna rangrar eða ófullnægjandi með- ferðar um borð í fiskiskipunum, er aldrei hægt að vinna upp af|ur. Það er afar mikilvægt að vinna a aukinni fræðslu um fiskmeðfer fyrir sjómenn, ekki síst í Ijósi auk- innar vinnslu úti á sjó. Það er því fráleitt að ætla anna en að íslendingar geti staðió a- fram í fremstu röð framleiðenda sjávarafurða ef rétt er á málum haldið. Alþjóðasamvinna á sviði sjá varútvegsmála Síðastliðið ár hefur einkennst af við óvenjumiklum samskiptum önnur ríki í sjávarútvegsmálum- Til allrar hamingju er málun1 þannig háttað hér á landi að a kvarðanir um stjórnun fiskvei eru mestmegnis í okkar eig111 höndum án afskipta annarra rikja- Þar sem fleiri lönd deila sömu strandlengju reynist oft og tiðum erfitt að ná samkomulagi um n> ingu fiskstofna og stjórnun fis veiða. Enn afdrifaríkara getur ve^ ið ósamstaða um aðgerðir r'i a koma í veg fyrir mengun hafsins sem getur teflt auðlindum hats"1 í hættu. . Þessi staða íslands byggist Vr _ og fremst á legu landsins og e'n kennum hafsins umhverfis Þa ' en einnig og ekki síður a hversu heppnir við erum me< granna, ef svo má að orði k°maS^ Samskipti okkar við grannþjóðm^ ar eru að öllu leyti góð og Pc hafa yfirleitt sömu afstöðu og til nýtingar auðlinda hafsins-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.