Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Blaðsíða 42
226 Tímarit lögfrceöinga einir, og þar geta erlend fiskiskip óhindrað stundað togveið- ar, eins og Sven Arntzen hæstaréttarlögmaður orðar það. Þó er þýðing dómsins ekki hvað minnst fyrir þá sök, að tvær menningarþjóðir hafa lagt deilumál sitt í gerð, og er það mikil breyting frá því 1912, þegar Bretar beinlínis hótuðu Norðmönnum styrjöld út af því, hvaða reglum skyldi fylgt um ákvörðun á víðáttu landhelginnar. Það er og mikilvægt í sambandi við dóminn, að hann sýnir ljós- lega, að ýmsar staðhæfingar, sem haldið var fram af þjóð- réttarfræðingum, voru í raun og veru alls ekki í samræmi við reynd og framkvæmd. Þess vegna má t. d. gera ráð fyrir því, að dómurinn hafi einnig þau áhrif, að þeim höfundum fari nú ört fækkandi, sem halda fram þriggja sjómílna kenningunni. Likur benda og til þess, að ef Bretar hefðu treyst sér til að halda þeirri kenningu til streitu gagnvart N oregi, svo sem þeir gerðu allt fram til þess, að flutningur málsins hófst, eða að þeir hefðu treyst sér til að láta það koma til úrlausnar dómstólsins, þá hefði þriggja sjómílna kenningin vafalaust fengið sömu útreið og ýmsar aðrar þær kenningar, sem Bretar héldu fram, en þó virtust þær jafn- vel hafa meira til síns máls en sú kenning. Æskilegt hefði verið, að dómstóllinn hefði tekið afstöðu til þeirrar hliðar málsins, en til þess kom ekki, sem fyrr segir. Þó er rétt að leggja áherzlu á það, að í því efni tók dómarinn Alvarez af skarið og leiddi rök að því að þriggja sjómílna kenningin væri ekki alþjóðleg regla, og athyglisvert er, að hvorki McNair né Read héldu því fram, að hún væri það, í sérat- kvæðum sípum, eins og áður getur. Fyrir okkur hefur dómurinn líka mikla þýðingu, því að hann hafnar ýmsum kenningum brezkra lögfræðinga um reglur varðandi ákvörðun landhelginnar. Dómurinn er og athyglisverður fyrir okkur að því leyti, að hann staðfestir, að fiskveiðisvæðið við Noreg skuli teljast landhelgi, enda þótt Norðmenn nefndu svæðið aldrei því nafni, heldur ein- ungis fiskveiðitakmörk, en í sambandi við það atriði gæti okkur einmitt verið nauðsynlegt að leggja áherzlu á, að friðunarsvæði okkar beri ekki að skoða sem landhelgi, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.