Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 9
Upptaka ólöglegs ávinnings. 193 væri heimilt að gera ólögmætan ágóða upptækan, þyrftu refsiviðurlög við ávinningsbrotum að verða að mun strang- ari, sérstaklega þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en fésektir. Er þá heppilegi’a, að ríkið taki ágóðann, en hafi refsinguna vægari. 2. Það er ávallt skilyrði fyrir upptöku samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 69. gr., að muna eða ávinnings hafi verið aflað með broti. Með orðinu brot er átt við háttsemi, verknað eða aðgerðarleysi, sem refsing er lögð við í lögum, hvort heldur alm. hegnl. eða sérlögum. Ákvæðið tekur bæði til fullfram- inna brota og tilraunar, en sjaldan mun þó vera um að ræða ágóða af broti á tilraunastigi. Helzt mundi það koma til greina um ólögmæt framlög til framkvæmdar brots eða endurgjald fyrir að fremja það, sem sökunautur væri búinn að taka við úr hendi annars manns. Ef refsing verður ekki dæmd vegna sakhæfisskorts, þ. e. ungs aldurs eða geðveiki, kemur til álita, hvort upptaka muni vera heimil. Orðið „brot“ mun í sumum samböndum í hegningarlögunum mega skilja svo, að þar sé átt við hlut- lægt brot eingöngu. Ástæður, sem liggja til grundvallar því, að börnum er ekki refsað, eiga ekki við um sviptingu ólöglegs ágóða. Þvert á móti virðist heppilegt frá varnaðar- sjónarmiði, að þau haldi ekki ágóðanum. Ekki virðist heldur eðlilegt, að geðveikir menn fái að njóta ávinnings af broti, þó að refsing verði ekki dæmd vegna andlegs ástands þeirra. Að sjálfsögðu er heimilt að dæma upptöku, þó að saksókn sé felld niður samkvæmt 30. gr. hegnl. eða refsing látin niður falla samkvæmt 74. eða 75. gr. Með því að aðeins er heimilt, en ekki skylt, að dæma upptöku, gætu sanngirnisástæður stundum leitt til þess, að ákvæðinu yrði ekki beitt, þegar refsing er felld niður, t. d. vegna afsakan- legrar lögvillu, sbr. 3. tölul. 74. gr. Upptaka er heimil, þó að broti sé þannig háttað, að opin- bert mál verði aðeins höfðað eftir kröfu þess, sem misgert er við, en þá er og skilyrði fyrir upptöku, að refsikrafa hafi komið fram frá réttum aðilja. Hins vegar er vafa- samt, hvernig fara skuli, þegar um einkarefsimál er að

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.