Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Blaðsíða 39
Dómurinn í deilumáli Norömanna og Breta 223 a. Noregi er, eins og hverju öðru ríki, samkvæmt al- mennum meginreglum þjóðaréttar, þess er nú er í gildi, heimilt að ákveða víðáttu landhelgi sinnar, svo og einnig, með hverjum hætti reikna skal þá víðáttu. b. Norska tilskipunin frá 1935, sem ákveður landhelgi Noregs, brýtur ekki í bága við skýlaus fyrirmæli al- þjóðalaga. Hún brýtur ekki heldur í bága við almenn- ar meginreglur þjóðaréttar, því að markalínan er sanngjörn, fer ekki í bága við áunnin réttindi annarra ríkja, skaðar ekki allshei-jarhagsmuni og er ekki mis- beiting réttar. Með setningu tilskipunar frá 1935 hafa Norðmenn einungis haft í huga þarfir landsmanna í héruðum þeim, sem þar eru tilgreind. c. Samkvæmt framansögðu er þýðingarlaust að rann- saka, hvort Noregi hafi eða hafi ekki hlotnazt fyrir hefð réttur til að ákveða meiri breidd landhelgi sinnar en þrjár sjómílur, svo og á hvern hátt grunnlinurnar séu dregnar. d. Eigi Noregur rétt á að afmarka víðáttu landhelgi sinnar, eins og nú hefur sagt verið, er ljóst, að hann getur bannað öðrum ríkjum að stunda fiskveiðar inn- an þeirra marka, án þess að þau geti heimfært slíkt til skerðingar á réttindum sínum. e. Á framanskráðum blöðum er að finna svör við stað- hæfingum málsaðila varðandi tilvist nánar tilgreindra ákvæða í þjóðarétti, er þeir telja nú vera í gildi." 1 stuttu máli, þá er kjarni sératkvæðis Alvarez sá, að hvert ríki verður að hafa víðtækt frjálsræði til að ákveða þá landhelgisvíðáttu, sem það telur nauðsynlega til vernd- ar efnahagslegum hagsmunum sínum. 3. Sératkvæði Kínverjans Hsu Mo var í því fólgið, að hann taldi, að landhelgislína Noregs milli grunnlínustöðva nr. 11 og 12 og 20—22 (Sværholtshafið og Lopphafið) væri ekki í samræmi við reglur alþjóðaréttar, þar sem grunn- línan á þessum stöðum víki um of frá meginstefnu strand- lengjunnar. 4. —5. Sératkvæði Sir Arnold McNair og J. E. Read.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.