Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Blaðsíða 38
222 Timarit lögfrœSinga sendur hans, en flest eru það atriði, sem eru algjörlega staðbundin eða snerta sérstakar sögulegar staðreyndir varðandi málið. 1 heild má segja, að dómstóllinn hafi fallizt á málflutn- ing og kenningar þær, sem haldið var fram af hálfu Noregs. Sératkvæðin. 1. Sératkvæði Hackworths, dómara frá Bandaríkjunum, byggist á því, að hann taldi, að ríkisstjórn Noregs hefði sannað sögulegan rétt sinn til hinna umdeildu svæða. 2. Sératkvæði Alvarez tók yfir 8 blaðsíður. Lagði hann sig fram um að hrekja kenningar og staðhæfingar Breta um gildandi alþjóðareglur varðandi afmörkun landhelg- innar. Hann bendir m. a. á, að alþjóðaráðstefnan í Haag hafi gert það lýðum ljóst, að engar skýrt ákveðnar reglur væru til um víðáttu og takmörk landhelginnar, aðeins séu til um það nokkrir sáttmálar einstakra ríkja í milli, svo og tiltekin sjónarmið, hefðir og framkvæmdarvenjur. Þá segir hann, að í umræðum á alþjóðaráðstefnunni hafi því verið haldið fram, að fjöldi ríkja hafi samþykkt, að víðátta land- helginnar skyldi miðuð við þrjár sjómílur og að fylgja bæri þeirri reglu. Þessum staðhæfingum hafi verið mótmælt. Alvarez bætir við, að telja megi líklegt, að ríki, sem voru fylgjandi þremur sjómílum 1930, séu það ekki nú í dag. Um kenningar engilsaxnesku lögfræðinganna farast hon- um m. a. svo orð: „Sú aðlögun þjóðaréttar eftir hinum nýju viðhorfum í alþjóðaviðskiptum, sem nú á dögum er nauðsynleg, er allt annað en það „restatement“, sem lög- fræðingar Engilsaxa telja, að sé leiðin til að binda endi á hættuástandið í alþjóðaréttarlegum efnum og er einungis í því fólgið að kveða skýrt á um lög og rétt, eins og þau hafa verið sett og framkvæmd hingað til, án þess að fást að mun um breytingar þær, sem á honum kunna að hafa orðið upp á síðkastið eða kynnu á honum að verða síðar meir.“ Niðurstaða Alvarez dómara er svohljóðandi: „1 samræmi við framanskráðan málflutning kemst ég að eftirfarandi niðurstöðum um þau atriði, sem lögð voru fyrir dóminn:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.