Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Blaðsíða 66

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Blaðsíða 66
250 Tímarit lögfrœöinga henni, þó að tjón hljótist af, sbr. 2. málsgr. 35. gr. bif- reiðalaganna nr. 23/1941. Langflest slys vegna þess, að bifreiðarstjórar deyfa ekki ljós á bifreiðum sínum, þegar þeir aka móti bifreið í dimmu, stafa af vanrækslu þeirra. Og ef aðalljósin verða ekki deyfð, þá geta þeir slökkt þau, er þeir koma gegnt öðrum bíl, og notast við efri ljósin eitt augnablik, meðan bifreið- arnar mætast, enda sé ekið nægilega hægt og varlega. En ef ljósin eru ekki í lagi, þá er það einnig galli, sem eigandi eða bifreiðarstjóri ber ábyrgð á með svipuðum hætti og um aðalljósin. Það ber að fagna því, að hæstiréttur hefur skorið svo skörulega úr um skyldu bifreiðarstjóra til að deyfa bif- reiðarljós, þegar bifreiðar mætast í dimmu, og lagt við tiltöluleega stranga refsingu fyrir galla á útbúnaði bif- reiðarljósa, er gera deyfingu þeirra ómögulega. Og mega bifreiðarstjórar vænta sömu eða svipaðrar refsingar fyrir skeytingarleysi í þessu efni, þar sem hægt er að deyfa ljós- in. Eins og málið lá fyrir hæstarétti, var hvorki um refs- ingu vegna sjálfs slyssins né um skaðabætur fyrir það að tefla, en ekki er efasamt, að bifreiðarstjóri verður einnig refsiverður og bæði hann og eigandi bifreiðar skaðabóta- skyldur, ef oftnefndur galli á ljósabúnaði eða skeytingar- leysi bifreiðarstjóra verða taldar orsök eða meðorsök í slysi. Margnefndur galli og skeytingarleysi getur því vel orðið eiganda bifreiðar og stjórnanda dýrt gaman. Nú vita þeir eða mega vita, hverjum augum hæstirétt- ur lítur — og það með fyllsta rétti — á yfirsjónir bifreiða- eiganda og stjórnanda í þessu efni. Dómur hæstaréttar á að vera öllum aðiljum áminning um að gæta vel skyldu sinnar að því leyti. Einnig má minna á nauðsyn þess, að ökukennarar brýni það alvarlega fyrir öllum nemendum sínum að gæta fullrar varúðar um ljósabúnað á bifreiðum, sem þeir stjórna, og að gæta stranglega skyldu sinnar til að deyfa ljós á bifreið, er þeir mæta annarri bifreið í dimmu. E. A.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.