Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Blaðsíða 46
230
Timarit lögfrœöinga
kunni að vorum lögum frá jafnréttisreglunni. Meðal ann-
ars nefnir höfundur þann mun á rétthæfi karla og kvenna,
sem lengstum hefur ríkt á voru landi, eins og annars
staðar. Hann segir — fræðilega réttilega — að kveðið hafi
verið á um jafnrétti með hjónum í fjármálum með lögum
nr. 20/1923, en það jafnrétti hefur hingað til og verður
sennilega einungis dauður bókstafur. Ákvæði laganna um
„hjúskapareign" svonefnda eru nægilega fjarlægmannlegu
lífi hér á'landi til þess að vera nær þýðingarlaus. Það
mun vera undantekning, ef ekki dæmalaust, að eignir
hjóna hér hafi nokkurn tíma, siðan lög nr. 20/1923 komu,
verið greindar í hjúskapareign. Ef ekki hefur verið séreign,
þá hafa allar eignir hjóna verið félagseign, eins og áður
var, og maðurinn hefur farið með umráð þeirra, eins og
áður. Höf. telur, að karlar hafi ekki rétt til ljósmóður-
starfa samkvæmt lögum nr. 17/1933 eða hjúkrunarstarfa
samkvæmt lögum nr. 27/1933, og er það víst, að orð laga
þessara, skilin alveg bókstaflega, leiða til þessa skilnings.
Eftir honum ættu karlar ekki að eiga kröfu til þess að fá
tilsögn í ljósmóðurfræðum eða hjúkrun á viðkomandi skól-
um — um aðra slíka skóla er ekki að véla — og þess vegna
yrði sjálfsagt að meina þeim ljósmóðurstörf og hjúkrunar
í almennings sjúkrahúsum. Nú er það alkunna, að ýmsir
karlar í sveitum hafa reynzt inar beztu „ljósmæður" og
verið almennt eftirsóttir í sínum byggðarlögum til þess
starfs. Og ekki þarf að efa það, að til sumra hjúkrunar-
starfa eru karlar betur fallnir en konur, t. d. á geðveikra-
hælum. Mætti ekki skilja orð nefndra laga tveggja frá 1933
svo, að löggjafinn notaði heitið „ljósmæður“ og „hjúkr-
unarlconur“ vegna þess, að algengast er, að konur ræki þau
störf, en ekki karlar? Þeir, sem fara með lögreglustörf
eru nefndir í lögum nr. 92/1933 „lögreglumenrí', sjálfsagt
af því, að sá starfi hafði til þess tíma víst eingöngu verið
ræktur af körlum. En þrátt fyrir það hefur nokkrum kon-
um hér í Reykjavík verið fenginn lögreglustarfi, sem vitan-
lega er fólginn í fleiru en að handtaka óspektamenn og
brotamenn, sem konur mundu almennt vera miður hæfar