Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Blaðsíða 13
Upptaka ólöglegs ávinnings. 197 Þegar meta skal, hvort efnahagur sökunauts hafi orðið betri vegna brotsins, kemur bæði til greina að athuga, hvort beinlínis hafi bætzt við eigur hans, svo sem þegar hann hefur með broti aflað sér tiltekinna hluta eða tiltek- ins verzlunarágóða, og einnig, hvort brotið hafi sparað honum útgjöld, sem honum var skylt að inna af hendi. Er auðsætt, að slíkan sparnað má telja til ágóða af broti, þar sem efnahagur sökunauts er þeim mun betri, sem hinum spöruðu útgjöldum nemur. 1 aðalatriðum verður það aðeins hreinn ágóði eða nettó ágóði, sem upptækan má gera. Útgjöld til að afla ávinn- ingsins eiga því yfirleitt að koma til frádráttar. Þetta má þó ekki taka of bókstaflega. Ekki er rétt að draga frá vinnulaun eða þóknun til sökunauts sjálfs fyrir starf hans að framkvæmd brotsins. Hann á ekki að geta skapað sér á þann hátt ólöglegar atvinnutekjur. Sem dæmi má nefna: Sökunautur hefur ólöglega flutt inn og selt vöru, sem bannaður er innflutningur á. 1 stórum dráttum mundi ólög- legur ágóði verða hér útsöluverð vörunnar að frádregnu innkaupsverði, flutningskostnaði og öðrum slíkum beinum útgjöldum, en án frádráttar vegna starfs þess, er söku- nautur hefur'sjálfur lagt fram við innkaup og sölu vör- unnar. Til frádráttar koma ekki heldur útgjöld, sem í sjálfu sér eru refsiverð eða andstæð velsæmi, t. d. þóknun til samsekra manna, mútur o. s. frv. Ef sá hluti ágóðans er gerður upptækur hjá hinum samseku mönnum, virðist hann þó eiga að koma til fráaráttar, þar sem ekki er rétt að gera sama ágóðann upptækan á tveimur stöðum. Þá er ekki heldur líklegt, að frá yrðu dregin ýmis bein útgjöld í sam- bandi við framkvæmd afbrots, t. d. ferðakostnaður söku- nauts til og frá þeim stað, þar sem hann framdi afbrotið. Ef vara er seld yfir lögákveðnu hámarksverði, er fjár- hæð hins ólöglega ágóða venjulega auðreiknuð, þ. e. mis- munur á söluverði og hámarksverði. Spurning getur þó verið um, hvernig reikna eigi ágóðann, ef sökunautur hefur sjálfur keypt vöruna yfir hámarksverði. Ef t. d. hámarks- verð vöru er 1000 kr., sökunautur hefur keypt hana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.