Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Blaðsíða 34
218 Timarit lögfrœSinga „Þegar litið er til þess, að norski konungsúrskurðurinn frá 12. júlí 1935 brýtur ekki í bág við alþjóðalög, sem Nor- egur er bundinn af, og þess er gætt, að Noregur hef- ur að minnsta kosti sögulegan rétt til allra sjávar- svæða innan þeirra marka, sem nefndur úrskurður kveður á um, þá er þess beiðzt, að dómstóllinn hafni með einum og sama dómi öllum andstæðum kröfum og kveði á um, að sú afmörkun fiskveiðasvæðisins, sem gerð var með norska konungsúrskurðinum frá 12. júlí 1935, fari ekki í bág við alþjóðalög." Munnlegum flutningi málsins, sem hófst 25. september 1951, lauk rúmum mánuði síðar, 29. október, og hafði þá sókn og vörn í málinu tekið alls 24 daga. Dómsniðurstaöan. Dómur í málinu var kveðinn upp 18. desember 1951. Af 15 föstum dómendum tóku aðeins 12 þátt í dómsuppkvaðn- ingunni. Einn hinna föstu dómenda var þá látinn fyrir nokkru og tveir höfðu forfallazt. Eftirtaldir dómendur tóku þátt í dómsuppkvaðningunni: Franski lögfræðingurinn Jules Basdevant, forseti dómsins, Alvarez frá Chile, Bad- awi Pasja frá Egyptalandi, Guerrero frá E1 Salvador, Haclrworth frá Bandaríkjunum, Hsu Mo frá Kína, Klæstad frá Noregi, Sir Arnold McNair frá Bretlandi, J. E. Read frá Kanada, de Visscher frá Belgíu, Winiarski frá Póllandi og Zoricic frá Júgóslavíu. Þessi upptalning ber með sér, hversu fjölbreytt skipan dómstólsins er, þar sem dómendur eru frá stórum ríkjum og smáum og af ýmsum kynþáttum. Dómendur eru kjörnir til níu ára í senn, og er heimilt að endurkjósa þá að loknu kjörtímabili þeirra. 1 stofnskrá dómstólsins er leitazt við að gera dómend- urna sem óháðasta því ríki, sem þeir eru frá, enda eru þeir ekki valdir með hliðsjón af þjóðerni, heldur fyrst og fremst sakir mannkosta, réttsýni og lögfræðilegi'ar þekkingar, sbr. 2. gr. stofnskrárinnar. Það hefur jafnvel komið fyrir, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.