Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 66

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 66
250 Tímarit lögfrœöinga henni, þó að tjón hljótist af, sbr. 2. málsgr. 35. gr. bif- reiðalaganna nr. 23/1941. Langflest slys vegna þess, að bifreiðarstjórar deyfa ekki ljós á bifreiðum sínum, þegar þeir aka móti bifreið í dimmu, stafa af vanrækslu þeirra. Og ef aðalljósin verða ekki deyfð, þá geta þeir slökkt þau, er þeir koma gegnt öðrum bíl, og notast við efri ljósin eitt augnablik, meðan bifreið- arnar mætast, enda sé ekið nægilega hægt og varlega. En ef ljósin eru ekki í lagi, þá er það einnig galli, sem eigandi eða bifreiðarstjóri ber ábyrgð á með svipuðum hætti og um aðalljósin. Það ber að fagna því, að hæstiréttur hefur skorið svo skörulega úr um skyldu bifreiðarstjóra til að deyfa bif- reiðarljós, þegar bifreiðar mætast í dimmu, og lagt við tiltöluleega stranga refsingu fyrir galla á útbúnaði bif- reiðarljósa, er gera deyfingu þeirra ómögulega. Og mega bifreiðarstjórar vænta sömu eða svipaðrar refsingar fyrir skeytingarleysi í þessu efni, þar sem hægt er að deyfa ljós- in. Eins og málið lá fyrir hæstarétti, var hvorki um refs- ingu vegna sjálfs slyssins né um skaðabætur fyrir það að tefla, en ekki er efasamt, að bifreiðarstjóri verður einnig refsiverður og bæði hann og eigandi bifreiðar skaðabóta- skyldur, ef oftnefndur galli á ljósabúnaði eða skeytingar- leysi bifreiðarstjóra verða taldar orsök eða meðorsök í slysi. Margnefndur galli og skeytingarleysi getur því vel orðið eiganda bifreiðar og stjórnanda dýrt gaman. Nú vita þeir eða mega vita, hverjum augum hæstirétt- ur lítur — og það með fyllsta rétti — á yfirsjónir bifreiða- eiganda og stjórnanda í þessu efni. Dómur hæstaréttar á að vera öllum aðiljum áminning um að gæta vel skyldu sinnar að því leyti. Einnig má minna á nauðsyn þess, að ökukennarar brýni það alvarlega fyrir öllum nemendum sínum að gæta fullrar varúðar um ljósabúnað á bifreiðum, sem þeir stjórna, og að gæta stranglega skyldu sinnar til að deyfa ljós á bifreið, er þeir mæta annarri bifreið í dimmu. E. A.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.