Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Page 38
222 Timarit lögfrœSinga sendur hans, en flest eru það atriði, sem eru algjörlega staðbundin eða snerta sérstakar sögulegar staðreyndir varðandi málið. 1 heild má segja, að dómstóllinn hafi fallizt á málflutn- ing og kenningar þær, sem haldið var fram af hálfu Noregs. Sératkvæðin. 1. Sératkvæði Hackworths, dómara frá Bandaríkjunum, byggist á því, að hann taldi, að ríkisstjórn Noregs hefði sannað sögulegan rétt sinn til hinna umdeildu svæða. 2. Sératkvæði Alvarez tók yfir 8 blaðsíður. Lagði hann sig fram um að hrekja kenningar og staðhæfingar Breta um gildandi alþjóðareglur varðandi afmörkun landhelg- innar. Hann bendir m. a. á, að alþjóðaráðstefnan í Haag hafi gert það lýðum ljóst, að engar skýrt ákveðnar reglur væru til um víðáttu og takmörk landhelginnar, aðeins séu til um það nokkrir sáttmálar einstakra ríkja í milli, svo og tiltekin sjónarmið, hefðir og framkvæmdarvenjur. Þá segir hann, að í umræðum á alþjóðaráðstefnunni hafi því verið haldið fram, að fjöldi ríkja hafi samþykkt, að víðátta land- helginnar skyldi miðuð við þrjár sjómílur og að fylgja bæri þeirri reglu. Þessum staðhæfingum hafi verið mótmælt. Alvarez bætir við, að telja megi líklegt, að ríki, sem voru fylgjandi þremur sjómílum 1930, séu það ekki nú í dag. Um kenningar engilsaxnesku lögfræðinganna farast hon- um m. a. svo orð: „Sú aðlögun þjóðaréttar eftir hinum nýju viðhorfum í alþjóðaviðskiptum, sem nú á dögum er nauðsynleg, er allt annað en það „restatement“, sem lög- fræðingar Engilsaxa telja, að sé leiðin til að binda endi á hættuástandið í alþjóðaréttarlegum efnum og er einungis í því fólgið að kveða skýrt á um lög og rétt, eins og þau hafa verið sett og framkvæmd hingað til, án þess að fást að mun um breytingar þær, sem á honum kunna að hafa orðið upp á síðkastið eða kynnu á honum að verða síðar meir.“ Niðurstaða Alvarez dómara er svohljóðandi: „1 samræmi við framanskráðan málflutning kemst ég að eftirfarandi niðurstöðum um þau atriði, sem lögð voru fyrir dóminn:

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.